Conte nýr forsætisráðherra Ítalíu

Giuseppe Conte nýr forsætisráðherra og forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, takast …
Giuseppe Conte nýr forsætisráðherra og forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, takast í hendur eftir að samkomulag náðist um myndun nýrrar ríkisstjórnar á Ítalíu eftir þriggja mánaða stjórnarkreppu. AFP

Giu­seppe Conte mun sverja embættiseið sem nýr for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu í dag eft­ir að sam­komu­lag náðist um mynd­un rík­is­stjórn­ar. For­seti Ítal­íu, Sergio Mattar­ella, samþykkti að þessu sinni valið á ráðherr­um í nýrri rík­is­stjórn. 

Fyrr í vik­unni hafði Mattar­ella hafnað vali á fjár­málaráðherra sem Conte hafði lagt fram fyr­ir hönd Banda­lags­ins og hreyf­ing­ar­inn­ar Fimm stjörn­ur.

Leiðtogi hreyf­ing­ar­inn­ar Fimm stjörn­ur, Luigi Di Maio, verður ráðherra hagþró­un­ar en Paolo Sa­vona sem Mattar­ella hafnaði að yrði fjár­málaráðherra lands­ins verður ráðherra Evr­ópu­mála en hann er harður efa­semdamaður um Evr­ópu­sam­starfið.

Þing­kosn­ing­ar fóru fram á Ítal­íu í mars og hef­ur gengið illa að mynda starf­hæfa rík­is­stjórn og fyr­ir tveim­ur dög­um benti allt til þess að kjósa yrði að nýju. Þegar for­set­inn hafnaði val­inu á efna­hags­málaráðherr­an­um hafði það mik­il áhrif á fjár­mála­markaði lands­ins. 

Conte, sem er lítt þekkt­ur lögmaður og nýliði í stjórn­mál­um, kynnti val sitt á ráðherr­um eft­ir að hafa átt fund með Mattar­ella í gær­kvöldi.

Leiðtogi Banda­lags­ins, Matteo Sal­vini, verður inn­an­rík­is­ráðherra. Ráðherra efna­hags­mála verður Gi­ovanni Tria, hag­fræðing­ur sem vill að Ítal­ía verði áfram inn­an evru-svæðis­ins og berst fyr­ir skatta­lækk­un­um.

Enzo Moa­vero Mila­nesi, sem er mik­ill sér­fræðing­ur í mál­um Evr­ópu­sam­bands­ins, verður ut­an­rík­is­ráðherra. Af 18 ráðherr­um eru aðeins fimm kon­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka