Kennari ákærður í skjaldbökumáli

Skjaldbaka ásamt afkvæmi sínu. Hún tengist fréttinni ekki beint.
Skjaldbaka ásamt afkvæmi sínu. Hún tengist fréttinni ekki beint. AFP

Bandarískur kennari hefur verið ákærður fyrir að hafa gefið skjaldböku veikan hvolp að éta fyrir framan nemendur sína.

Robert Crosland, sem er kennari í Preston í Idaho, var ákærður fyrir dýraníð.

Eftir að atvikið átti sér stað í mars var skjaldbökunni lógað, að sögn BBC

Crosland gæti átt yfir höfði sér allt að hálfs árs fangelsi og allt að 5 þúsund dollara sekt verði hann fundinn sekur.

Tveir mismunandi undirskriftalistar fóru í umferð eftir atvikið. Á öðrum var krafist þess að hann yrði rekinn en á hinum var honum sýndur stuðningur.

Sumir stuðningsmanna hans sögðu að hvolpurinn hafi verið dauðvona og að ákvörðun kennarans hafi verið rétt.

Atvikið er sagt hafa gerst eftir skóla fyrir framan nokkra nemendur. Skólayfirvöld segja uppákomuna ekki hafa verið hluta af náminu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert