Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að fyrirhugður leiðtogafundur hans og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, væri aftur komin á dagskrá. Trump tilkynnti þetta eftir að Kim Yong Choi, háttsettur sendifulltrúi norðurkóresku stjórnarinnar flutti forsetanum bréf frá Kim.
Hvíta húsið hefur birt myndir af Trump með bréfið og hefur stærð þess vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum að sögn CNN fréttastofunnar.
.@POTUS @realDonaldTrump is presented with a letter from North Korean Leader Kim Jong Un, Friday, June 1, 2018, by North Korean envoy Kim Yong Chol in the Oval Office at the @WhiteHouse in Washington, D.C., followed by a meeting. (Official @WhiteHouse Photos by Shealah Craighead) pic.twitter.com/6a1PgFXS3v
— Dan Scavino Jr. (@Scavino45) June 1, 2018
Bentu sumir Twitter notendur á að maður virðist smáhentur ef maður heldur á stóru umslagi, en Trump hefur áður varið stærð handa sinna. Aðrir hafa velt því fyrir sér hvort að forsteinn muni svara fyrir sig með jafn stóru bréfi?
Innihald bréfsins frá Kim er hins vegar enn á huldu. Trump sagði þó við fjölmiðla í gær að bréfið sem hann fékk afhent væri „mjög áhugavert og að á einhverjum tímapunkti kynni að vera viðeigandi“ að gera það opinbert að því er BBC greinir frá. Hann væri þó ekki búinn að lesa það sjálfur ennþá.