Helvíti gert úr plasti

Íbúar Taimur Nagar í Nýju-Delí eru bókstaflega að drukkna í rusli. Þrátt fyrir að margt hafi verið gert til þess að draga úr notkun á plasti í borginni þá verða íbúar hverfisins lítið varir við það. Þetta er eins og að búa í helvíti gerðu úr plasti segja íbúarnir. 

„Þið sjáið að það er plastrusl allsstaðar. Við erum fátæk og við höfum ekki möguleika á öðru en að búa hér og deyja hér,“ segir Shreepal Singh, íbúi í Taimur Nagar. 

Hafsjór af plasti blasir víða við í höfuðborg Indlands, plastflöskur, pokar, matarpakkningar og annað plastdrasl er úti um allt. Borgin er ein sú mengaðasta í heimi og á alþjóðlegum degi umhverfisins á morgun verður sjónum heimsins einkum beint að Indlandi.

Um 5,6 milljónir tonna af plasti fellur til á hverju ári samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Í Nýju-Delí lögðu borgaryfirvöld bann við notkun plastpoka árið 2009 og síðar var bannið útvíkkað í bann við öllum einnota plastumbúðum. En bannið virðist hafa lítil áhrif því plastpokar eru enn í notkun þegar gænmeti, kjöt og ávextir eru keyptir.

Upplýsingar um alþjóðlega umhverfisdaginn á Íslandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert