Boða til neyðarfundar vegna Gaza

Frá fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.
Frá fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. AFP

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar vegna ástandsins á Gaza. Fulltrúar nokkurra Arabaríkja óskuðu eftir fundinum. Fundurinn fer fram á miðvikudag klukkan 15 að staðartíma, að því er fram kemur í fundarboði sem forseti þingsins, Miroslav Lajcak, sendi aðildarríkjunum 193 í kvöld. 

Átök á Gaza-svæðinu hafa farið stigmagnandi síðustu viku og að minnsta kosti 128 Palestínu­menn hafa fallið fyr­ir hendi Ísra­ela síðan mót­mæli brut­ust út á Gaza í lok mars. Eng­inn Ísra­eli hef­ur látið lífið á þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert