Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kom í morgun til Singapúr en þar mun hann eiga fund með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, síðar í vikunni.
Utanríkisráðherra borgríkisins, Vivian Balakrishnan, greinir frá þessu á Twitter þar sem hann birtir mynd af sér þar sem hann tekur í hönd Kim á Changi-flugvellinum. „Velkominn Kim Jong Un formaður sem kom rétt í þessu til Singapúr.“
Welcomed Chairman Kim Jong Un, who has just arrived in Singapore. pic.twitter.com/ZLK4ouIejx
— Vivian Balakrishnan (@VivianBala) June 10, 2018