„Trudeau stakk okkur í bakið“

00:00
00:00

For­sæt­is­ráðherra Kan­ada, Just­in Trudeau, stakk okk­ur í bakið á fundi leiðtoga G7 ríkj­anna, seg­ir Larry Kudlow, helsti efna­hags­ráðgjafi for­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump. „Hann gerði öll­um á G7 mik­inn óleik,“ bætti Kudlow við í sam­tali við CNN í dag. 

Að sögn Kudlow slökuðu Banda­rík­in á kröf­um sín­um og tóku þátt í því sem fylgdi í kjöl­farið á ráðstefn­unni. Síðan hafi Trudeau breytt um stefnu blaðamanna­fund­in­um án þeirra vit­und­ar. 

Trudeau sagði frétta­mönn­um að sú ákvörðun Trump að skír­skota til þjóðarör­ygg­is þegar hann reyndi að rétt­læta vernd­artolla Banda­ríkj­anna á stál og ál­inn­flutn­ing væri ákveðin smán í garð kanadískra upp­gjaf­ar­her­manna sem stóðu með banda­rísk­um banda­mönn­um sín­um í átök­um allt aft­ur til fyrri heimstyrj­ald­ar. „Kan­ada­menn eru kurt­eis­ir og sann­gjarn­ir en við lát­um held­ur ekki stjórna okk­ur,“ sagði Trudeau.

Í kjöl­farið birti Trump færslu á Twitter um að hann hafi farið fram á það að full­trú­ar Banda­ríkj­anna myndu ekki skrifa und­ir sam­komu­lagið.

Ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, Heiko Maas, tók þátt í Twitter-stríðinu í dag þar sem hann sak­ar Trump um að hafa að ein­hverju leyti eyðilagt sam­skipti Banda­ríkj­anna og Evr­ópu með hegðun sinni í gær­kvöldi. 

„Þú get­ur eyðilagt ótrú­lega mikið af trausti á skjót­an hátt á Twitter. Þetta ger­ir það enn mik­il­væg­ara en áður að Evr­ópa standi sam­an og verji hags­muni sína á enn harka­legri hátt,“ skrif­ar Maas á Twitter. „Sam­einuð Evr­ópa er svarið við Banda­rík­in fyrst.“

Trump hef­ur ekk­ert tjáð sig það sem af er degi á Twitter en hann er kom­inn til Singa­púr þar sem hann mun eiga fund með leiðtoga Norður-Kór­eu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert