Trump og Kim undirrituðu sáttmála

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, und­ir­rituðu sátt­mála á sjötta tím­an­um í morg­un.

Í sátt­mál­an­um lýs­ir Kim sig reiðubú­inn til að taka þátt í kjarn­orku­af­vopn­un á Kór­eu­skag­an­um. Að sögn AFP-frétta­stof­unn­ar var ekk­ert minnst í sátt­mál­an­um á kröf­ur Banda­ríkj­anna um „al­gjöra og óaft­ur­kræfa kjarn­orku­af­vopn­un“, held­ur var hann óljós­ari varðandi af­vopn­un­ina.

„Við mun­um hitt­ast aft­ur,“ sagði Trump eft­ir að sátt­mál­inn hafði verið und­ir­ritaður. „Við mun­um hitt­ast mörg­um sinn­um.“ 

For­set­inn sagði leiðtog­ana tvo hafa myndað „sér­stök tengsl“ á fund­in­um. Bætti hann við að hann væri til­bú­inn til að bjóða norðurkór­eska leiðtog­an­um í Hvíta húsið.

For­set­inn sagði þenn­an sögu­lega fund hafa gengið vel og að kjarn­orku­af­vopn­un á Kór­eu­skag­an­um muni hefjast „mjög flót­lega“.

Kim var einnig ánægður með fund­inn. „Í dag átt­um við sögu­leg­an fund og ákváðum að horfa fram á veg­inn en ekki til fortíðar,“ sagði hann og þakkaði Trump fyr­ir fund­inn. „Heim­ur­inn á eft­ir að sjá mikla breyt­ingu.“

Kim Jong-un ásamt Donald Trump eftir að sáttmálinn hafði verið …
Kim Jong-un ásamt Don­ald Trump eft­ir að sátt­mál­inn hafði verið und­ir­ritaður. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert