„Takk fyrir, Kim“

Donald Trump og Kim Jong-un.
Donald Trump og Kim Jong-un. AFP

„Verö­ld­in hef­ur stigið stórt skr­ef til að koma í veg fyr­ir hör­mun­g­ar af vö­ld­um kjarnavopna!“ skri­faði Dona­ld Trump á Twit­ter-síðu sína eft­ir fund sinn með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu.

„Eng­in fleiri eld­flau­g­a­skot og ekki fleiri kjarn­or­kuti­lrau­n­ir eða ranns­ó­knir. Gí­slarnir eru komnir aft­ur heim til fjöls­ky­ld­na sinna. Takk fyr­ir, Kim for­maður, dag­urinn sem við át­tum saman var sög­uleg­ur!“

Fors­etinn bæt­ti við að stjórn­málskýr­end­ur og sér­fræðing­ar sem hafi ekki sjálfir geta stuðlað að friði hafi grát­beðið um að friði yrði komið á á Kór­eus­kaga. Um leið og hann hafi hitt Kim Jong-un hafi sama „hat­urs­fulla“ fól­kið verið á öðru máli og ráðið ban­darísk­um stjórnvö­ld­um frá því að hit­ta hann.

Trump þakkaði Kim Jong-un fyr­ir að hafa með hu­g­r­ek­ki sínu tekið fyrsta skr­efið í átt að bjartri fr­amtíð fyr­ir þjóð sína.

„Okk­ar fun­d­ur sem á sér enga hliðstæðu og er sá fyrs­ti á milli ban­darísks fors­eta og leiðtoga Norður-Kór­eu, sann­ar að alvöru br­eyting­ar eru mög­u­leg­ar!“

Hann bæt­ti því að eng­in takmörk séu fyr­ir því hvaða ár­ang­ri Norður-Kór­ea get­ur náð þegar landið af­vopnast og hef­ur eðli­leg viðskipti og samskipti við umheiminn.

mbl.is

Blog­gað um frét­tina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert