Flögguðu nasistafána í Afganistan

Skjáskot

Her­menn frá Ástr­al­íu flögguðu nas­ista­fána á far­ar­tæki sínu í hernaðaraðgerð í Af­gan­ist­an árið 2007. Þetta sést á ljós­mynd sem birt hef­ur verið og kallað á hörð viðbrögð. For­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, Malcolm Turn­bull, hef­ur sagt notk­un áströlsku her­mann­anna á nas­ista­fán­an­um full­kom­lega óá­sætt­an­lega.

Fram kem­ur í frétt AFP að sjón­varps­stöðin ABC hafi birt mynd­ina. Hef­ur hún eft­ir heim­ild­ar­manni hjá ástr­alska varn­ar­málaráðuneyt­inu að um hafi verið að ræða „sjúk­an brand­ara“ frek­ar en vís­bend­ingu um að viðkom­andi her­menn aðhyllt­ust nas­isma. Að sögn Turn­bulls vissu stjórn­völd af mál­inu 2007 og var hlutaðeig­andi refsað vegna þess.

Sam­kvæmt heim­ild­um ABC var fán­an­um aðeins flaggað í stutta stund þar til yf­ir­menn sáu til þess að hann væri tek­inn niður og her­mönn­un­um refsað. Fán­inn hafi síðar verið eyðilagður. Farið hafi enn frem­ur verið yfir al­var­leika máls­ins með þeim her­mönn­um sem verið hafi á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert