Hjóla nakin um götur Brussel

Frá hjólreiðum dagsins í Brussel.
Frá hjólreiðum dagsins í Brussel. AFP

Nakið fólk á reiðhjól­um er sjón sem hef­ur blasað við veg­far­end­um á göt­um Brus­sel­borg­ar í Belg­íu ár­lega síðan árið 2005. Dag­ur­inn er hald­inn hátíðleg­ur þriðja laug­ar­dag í júní ár hvert og kall­ast viðburður­inn Cyclonudista, en hann fór ein­mitt fram í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á heimasíðu fram­taks­ins er til­gang­ur þess að vekja at­hygli á því hversu brot­hætt­ir hjól­reiðamenn eru á göt­um borg­ar­inn­ar, og er öll­um vel­komið að taka þátt í deg­in­um með ein­um eða öðrum hætti.

Eins og sjá má af ljós­mynd­um og mynd­bandi af at­b­urðinum fara sum­ir alla leið í nekt­inni á meðan aðrir láta sér nægja að vera ber­ir að hluta til.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert