Borgaryfirvöld í París í Frakklandi munu afhjúpa í dag nýjan varnarvegg sem hefur verið reist í kringum Eiffel-turninn, helsta kennileiti borgarinnar og Frakklands. Markmiðið er að sporna gegn árásum hryðjuverkamanna.
Í júní 2016 var sett upp varnargirðing tímabundið en nú hefur verið unnið að því að setja upp varanlega lausn.
Fram kemur á vef BBC, að það standi til að ljúka verkinu um miðjan júlí. Kostnaðurinn er sagður nema um 35 milljónum evra, sem jafngildir um 4,3 milljörðum kr.
Rúmlega 240 hafa látist í hryðjuverkaárásum í Frakklandi frá árinu 2015.
Bernard Gaudillère, sem er forseti SETE, sem er rekstrarfélag turnsins fræga, segir að nýju veggirnir séu afar traustir og veiti „algjöra vörn“.