Víggirtur Eiffel-turn

Turninn er ansi vígalegur að sjá með varnargirðinguna fyrir framan …
Turninn er ansi vígalegur að sjá með varnargirðinguna fyrir framan sig. AFP

Borgaryfirvöld í París í Frakklandi munu afhjúpa í dag nýjan varnarvegg sem hefur verið reist í kringum Eiffel-turninn, helsta kennileiti borgarinnar og Frakklands. Markmiðið er að sporna gegn árásum hryðjuverkamanna. 

AFP

Í júní 2016 var sett upp varnargirðing tímabundið en nú hefur verið unnið að því að setja upp varanlega lausn.

Fram kemur á vef BBC, að það standi til að ljúka verkinu um miðjan júlí. Kostnaðurinn er sagður nema um 35 milljónum evra, sem jafngildir um 4,3 milljörðum kr.

AFP

Rúmlega 240 hafa látist í hryðjuverkaárásum í Frakklandi frá árinu 2015.

Bernard Gaudillère, sem er forseti SETE, sem er rekstrarfélag turnsins fræga, segir að nýju veggirnir séu afar traustir og veiti „algjöra vörn“. 

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka