Grátandi börn í búrum

AFP

„Við erum með hljóm­sveit hér. Það eina sem vant­ar er hljóm­sveit­ar­stjór­inn,” heyr­ist landa­mæra­vörður segja á hljóðupp­töku sem birt er á banda­ríska frétta­vefn­um Pro Pu­blica í gær. Hljóðupp­tak­an er af börn­um sem hafa verið aðskil­in frá for­eld­um sín­um við kom­una til Banda­ríkj­anna. Börn­in, sem meðal ann­ars eru geymd í búr­um,  gráta og biðja um for­eldra sína. Um er að ræða fólk á flótta (migrants) en það eru þeir sem ekki falla und­ir skil­grein­ingu flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna á flótta­fólki (refu­gees), sem hafa verið stöðvaðir á landa­mær­um Banda­ríkj­anna und­an­farn­ar vik­ur.

Í maí var til­kynnt um að fólki sem reyndi að kom­ast til Banda­ríkj­anna með ólög­mæt­um hætti yrði ekki sýnt neitt umb­urðarlyndi en marg­ir þeirra ætla sér að sækja um hæli í Banda­ríkj­un­um. Fólk er fang­elsað og á yfir höfði sér sak­sókn.

Ætlar ekki að breyta Banda­ríkj­un­um í flótta­manna­búðir

Á rúm­lega sex vik­um hafa um tvö þúsund börn þannig verið aðskil­in frá for­eldr­um sín­um á landa­mær­un­um. Þeim komið fyr­ir í sér­stök­um búðum/​mót­tökumiðstöðvum á veg­um stjórn­valda (Depart­ment of Health and Hum­an Services) og þaðan eru þau send til ætt­ingja eða í fóst­ur. Vegna þess hve mörg börn­in eru þá eru öll úrræði orðin yf­ir­full og því hluti barn­anna geymd í einskon­ar búr­um.Þrátt fyr­ir harða and­stöðu mannúðarsam­staka seg­ir for­seti Banda­ríkj­anna,Don­ald Trump, að ekki verði kvikað frá þess­ari stefnu enda ætl­ar Trump sér ekki að breyta Banda­ríkj­un­um í flótta­manna­búðir.

AFP

Yf­ir­maður flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, Fil­ippo Grandi, seg­ir stefnu Banda­ríkj­anna óá­sætt­an­lega og fram­kvæmda­stýra UNICEF, Henrietta Fore, seg­ir að sög­ur af börn­um, í sum­um til­vik­um smá­börn­um, sem hafa verið aðskil­in frá for­eldr­um sín­um þegar þau leita að ör­yggi í Banda­ríkj­un­um séu átak­an­leg­ar.

Á hljóðupp­tök­unni sem meðal ann­ars var spiluð fyr­ir banda­ríska þing­menn, má heyra börn á aldr­in­um fjög­urra til tíu ára frá ríkj­um Mið-Am­er­íku, snökta og veina eft­ir for­eldr­um sín­um.

„Börn, sama hvaðan þau koma eða hver staða þeirra er sem flótta­menn, eru fyrst og fremst börn. Þau,sem eiga ekki annarra úr­kosta völ en að flýja heim­ili sín, eiga rétt á vernd, fá nauðsyn­lega þjón­ustu og að vera með fjöl­skyld­um sín­um líkt og öll önn­ur börn,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá UNICEF.

Mann­rétt­inda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Zeid Ra'ad Al Hus­sein, sagði í gær að slík­ur aðskilnaður gæti haft var­an­leg áhrif á börn og Fore seg­ir að börn sem verða fyr­ir þess­ari reynslu sé hætt­ara við að lenda í ánauð og að vera mis­notuð.

Ára­tug­um sam­an hafi rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna sem og banda­ríska þjóðin stutt við bakið á hjálp­ar­sam­tök­um við að veita börn­um á flótta aðstoð. Hvort sem það er á stríðshrjáðum svæðum eins og Sýr­landi og Suður-Súd­an, þar sem hung­urs­neyð rík­ir eins og í Sómal­íu eða á jarðskjálfta­svæðum á Haítí, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá UNICEF.

Búðir sem börn eru geymd í á landamærum Bandaríkjanna.
Búðir sem börn eru geymd í á landa­mær­um Banda­ríkj­anna. AFP

Bannað að snerta börn­in

Fjöl­miðlar víða um heim, ekki síst banda­rísk­ir, hafa greint frá skelfi­leg­um aðstæðum og síðast en ekki síst ang­ist barna sem rif­in hafa verið frá for­eldr­um sín­um. Börn sem eru svo lít­il að ekki er hægt að út­skýra fyr­ir þeim að þetta sé sam­kvæmt lög­um fyr­ir­heitna lands­ins.

Washingt­on Post heim­sótti at­hvarf í Texas á landa­mær­um Mexí­kó í vik­unni en þar eru rúm fyr­ir 60 börn og leikaðstaða. Í her­bergj­un­um eru leik­föng, bæk­ur og lit­ir. Í raun frem­ur vina­leg­ur staður sem börn­um ætti að geta liðið vel. En raun­in er önn­ur. Fyrsta barnið sem þau sjá er tveggja ára göm­ul stúlka sem lá grát­andi á dýnu.

Starfsmaður reyn­ir að færa henni leik­föng og bæk­ur og að róa hana niður án ár­ang­urs. Enda mega starfs­menn­irn­ir ekki snerta börn­in, þeir mega ekki taka litlu stúlk­una upp og reyna að hugga hana, seg­ir í frétt WP.

Þing­menn sem hafa heim­sótt at­hvörf fyr­ir börn/​mót­tökumiðstöðvar á landa­mær­un­um eru marg­ir slegn­ir enda ekki van­ir því að börn séu geymd í búr­um. Aðstaða sem minn­ir frek­ar á at­hvarf fyr­ir hunda.

AFP

New York Times hef­ur fjallað mikið um aðstæður fólks á flótta að und­an­förnu og meðal ann­ars sagt sögu konu frá Gvatemala, Elsa Joh­ana Ort­iz Enriqu­ez, sem pakkaði því litla sem hún átti og ferðaðist í gegn­um Mexí­kó ásamt átta ára göml­um syni sín­um, Ant­hony, í maí. Ætl­un­in var að kom­ast til Banda­ríkj­anna þar sem unnusti henn­ar, Ed­g­ar, hafði fengið bygg­ing­ar­vinnu.

En allt fór á ann­an veg en áætlað var. Þegar hóp­ur­inn sem mæðgin­in voru með á flótt­an­um kom yfir landa­mæri Banda­ríkj­anna biðu þeirra landa­mæra­verðir.

Mæðgin­in voru flutt í fanga­búðir í suður­hluta Texas og þaðan var Ant­hony rif­inn frá móður sinni og send­ur í at­hvarf fyr­ir flótta­börn. Hún var aft­ur á móti sett upp í næstu flug­vél til Gvatemala.

Ort­iz, sem er 25 ára göm­ul, ræddi við New York Times í myndsím­tali og full ör­vænt­ing­ar seg­ist hún ekki vita hvort hún muni nokk­urn tíma aft­ur hitta barnið sitt. Henni hef­ur enn ekki tek­ist að ná sam­bandi við hann frá því þau voru skil­in að 26. maí.

AFP

Þrátt fyr­ir beiðni yf­ir­manna stofn­ana Sam­einuðu þjóðanna um að breyta um stefnu, en Banda­rík­in eru eina ríki SÞ sem ekki hef­ur full­gilt Barna­sátt­mála SÞ, þá stend­ur Trump fast­ur á sínu. „Banda­ríkj­un­um verði ekki breytt í flótta­manna­búðir. Sjáið hvað er að ger­ast í Evr­ópu. Þið sjáið hvað er að ger­ast ann­ars staðar. Við get­um ekki leyft þessu að ger­ast fyr­ir Banda­rík­in. Ekki á minni vakt,” seg­ir for­seti Banda­ríkj­anna.

Ríki flótta­manna og inn­flytj­enda

Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi er einn þeirra sem for­dæm­ir aðskilnað barna frá fjöl­skyld­um sín­um á landa­mær­um Banda­ríkj­anna harðlega. „Slík­ar aðgerðir og sá aðbúnaður sem birt­ist okk­ur í frétt­um er með öllu ómannúðleg­ar og get­ur skaðað börn fyr­ir lífstíð. Barn er fyrst og fremst barn, hverj­ar svo sem aðstæður hans eða henn­ar eru. Að vista börn í búr­um og með ókunn­ug­um er skýrt brot á mann­rétt­ind­um þeirra. Banda­rík­in eru ríki flótta­manna og inn­flytj­enda og það er sár­ara en tár­um taki að horfa upp á aðgerðir stjórn­valda nú.“

AFP

Trump, sem er re­públi­kani, sak­ar demó­krata um að bera ábyrgð á stöðunni sem er kom­in upp þar sem þeir hafi neitað að setj­ast að samn­inga­borðinu varðandi nýja inn­flytj­enda­lög­gjöf.

En þrátt fyr­ir að marg­ir gagn­rýni stefnu for­set­ans í mörg­um mál­um þá nýt­ur hann stuðnings 45% banda­rísku þjóðar­inn­ar sam­kvæmt ný­legri könn­un Gallup. Það er 45% eru ánægðir með störf hans í embætti for­seta. 

En fólk hætt­ir ekki að flýja líkt og nýj­ar töl­ur UN­HCR sýna. Rúm­lega 16 millj­ón­ir hrökt­ust að heim­an á síðasta ári og alls eru 68,5 millj­ón­ir jarðarbúa á ver­gangi.

Nú þegar eru stjórn­end­ur at­hvarfa sem hýsa börn sem hafa verið tek­in frá for­eldr­um sín­um á landa­mær­um Banda­ríkj­anna farn­ir að segja að at­hvörf­in séu að verða yf­ir­full. Hundruð barna er haldið í vöru­hús­um og hús­næði sem áður hýsti versl­un með mat­vöru og aðra dag­vöru. Í Texas hef­ur verið tek­in ákvörðun um að reisa tjald­búðir sem geta hýst hundruð barna í eyðimörk Texas þar sem hit­inn fer reglu­lega yfir 40 gráður.

AFP

Eins og hér kom fram að fram­an þá er ýms­um nóg boðið. Þar á meðal for­setafrú Banda­ríkj­anna, Mel­ania Trump sem sagði á sunnu­dag  að það væri hræðilegt að sjá börn skil­in frá fjöl­skyld­um sín­um.

Fyrr­ver­andi for­setafrú Banda­ríkj­anna, Laura Bush, skrifaði grein í  Washingt­on Post þar sem hún sagði aðgerðir yf­ir­valda siðlaus­ar og minntu á fanga­búðir í seinni heimstyrj­öld­inni.

Flest­ir þing­menn re­públi­kana virðast standa með Trump í mál­inu og í gær varði Kir­stjen Niel­sen, heima­varn­ar­ráðherra Banda­ríkj­anna, stefnu stjórn­valda. Hún seg­ir að þau séu ein­fald­lega að fylgja lög­um og það sé í hönd­um þings­ins að breyta þeim. Að for­eldr­ar sem reyndu að fara með börn sín með ólög­leg­um hætti yfir landa­mær­in til Banda­ríkj­anna settu sjálf börn sín í hættu­leg­ar aðstæður. 

Geta verið morðingj­ar

„Þau geta verið morðingj­ar eða þjóðar og svo miklu meira,“ sagði Trump í gær um fólk sem reyn­ir að fara yfir landa­mær­in. „Við vilj­um að landið okk­ar sé ör­uggt og það byrj­ar á landa­mær­un­um og þannig er það.“

Niel­sen sagði á mikl­um hita­fundi með fjöl­miðlum í Hvíta hús­inu í gær að vel væri hugsað um börn­in en samt svaraði hún ekki spurn­ing­um frétta­manna um hvar börn­in væru til húsa né held­ur hafði hún séð mynd­ir af börn­um í búr­um né held­ur hafði hún heyrt hljóðupp­tök­una sem Pro Pu­blica birti úr slíku at­hvarfi.

Ekk­ert kveðið á um aðskilnað for­eldra og barna í lög­um

Eft­ir síðustu um­mæli Trump hafa borist frétt­ir af vax­andi óánægju þing­manna úr röðum re­públi­kana. Þar á meðal Steve Sti­vers full­trú­ar­deild­arþing­manni frá Ohio sem varaði við því að ef ekki væri breytt um stefnu þá myndi hann styðja aðgerðir til þess að koma í veg fyr­ir að börn væru skil­in frá for­eldr­um sín­um.

Fred Upt­on, þingmaður re­públi­kana frá Michigan, seg­ir aðskilnaðinn ómannúðleg­an og hætta verði strax að beita þess­um aðferðum. Mario Diaz-Bal­art, þingmaður re­públi­kana frá Flórída seg­ir þetta al­gjör­lega óá­sætt­an­legt og í svipaðan streng tek­ur Mia Love þingmaður frá Utah. 

„Sem þriggja barna móðir og dótt­ir inn­flytj­enda þá stend­ur þetta mér nærri og veld­ur mér hug­ar­angri,“ seg­ir Love og bæt­ir við að þetta sé ekki spurn­ing um flokk­spóli­tík held­ur hvað sé rétt eða rangt.

Síðar í dag mun Trump ávarpa þing­menn Re­públi­kana­flokks­ins í full­trúa­deild­inni sem munu greiða at­kvæði um tvö frum­vörp sem snúa að inn­flytj­end­um. En það sem virðist gleym­ast í allri þess­ari umræðu er að það er hvergi kveðið á um aðskilnað barna frá for­eldr­um sín­um í banda­rísk­um lög­um. Aft­ur á móti megi halda þeim í stutt­an tíma í inn­flytj­enda­búðum. Ekk­ert er kveðið á um að þau séu tek­in frá for­eldr­um sín­um. 

Lög 

Staðreyndatékk NYT

Frétt um lög sett 2008

BBC

New York Times

ProP­ublica

New York Times

Washingt­on Post

Esquire

Mars­hall Proj­ect

CNN

Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert