Deilt um vélmennavöktun á Evrópuþingi

Tillögurnar njóta stuðnings EPP, bandalags hægri manna, auk þjóðernissinna og …
Tillögurnar njóta stuðnings EPP, bandalags hægri manna, auk þjóðernissinna og Evrópuandstæðinga. Jafnaðarmenn, græningjar og Píratar leggjast gegn þeim, en þingmenn ALDE, bandalags frjálslyndra, eru blendnir í trúnni. AFP

Breyt­ing­ar á höf­und­ar­rétt­ar­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins eru til umræðu í Evr­ópuþing­inu. Frum­varp sem bygg­ir á stefnu ESB um sta­f­ræn­an innri markað sam­bands­ins var samþykkt í lög­fræðinefnd Evr­ópuþings­ins í dag, en þar er meðal ann­ars er stefnt að því að „minnka mis­mun á höf­und­ar­rétt­ar­lög­gjöf milli aðild­ar­ríkja“. Auk þess eru í frum­varp­inu um­bæt­ur í átt að því að leyfa notk­un höf­und­ar­rétt­ar­var­ins efn­is þvert á landa­mæri ESB-ríkja.

Tvær grein­ar frum­varps­ins, núm­er ell­efu og þrett­án, hafa helst vakið at­hygli. 

Frum­varpið var samþykkt í lög­fræðinefnd Evr­ópuþings­ins í gær. Ell­efta grein­in með minnsta mögu­lega meiri­hluta, 13 gegn 12, en hin þrett­ánda með 15 at­kvæðum gegn 10. Þing­menn EPP, banda­lags hægrimanna, kusu með til­lög­unni en hún naut einnig stuðnings nefnd­ar­manna ALDE, banda­lags frjáls­lyndra, og ENF, sem eru þjóðern­is­sinnaðir Evr­ópu­and­stæðing­ar. Jafnaðar­menn, græn­ingj­ar og Pírat­ar lögðust gegn til­lög­unni. Frum­varpið fer nú til Evr­ópuþings­ins og er bú­ist við að það verði tekið til umræðu 4. júlí.

Hlekkja­skatt­ur­inn

Ell­eftu grein frum­varps­ins er ætlað að út­víkka lag­aramm­ann sem vernd­ar hug­verk fyr­ir fréttamiðlum. Ef af laga­setn­ing­unni verður, mun þurfa leyfi fyr­ir notk­un smá­mynd­ar eða texta­búts með fyr­ir­sögn. Laga­setn­ing­unni er beint að Google og Face­book, sem fá til sín mikla net­umferð með hlekkj­um á frétt­ir annarra án end­ur­gjalds, en hefði áhrif á mun fleiri: sam­fé­lags­miðla á borð við Reddit, blogg­ara, frétta­veit­ur o.fl.

Gagn­rýn­end­ur til­lög­unn­ar, til að mynda Pírat­ar á Evr­ópuþing­inu, hafa nefnt hana hlekkja­skatt­inn, Link Tax, og sagt að í til­lög­unni fel­ist al­gjört skiln­ings­leysi á notk­un nets­ins auk þess sem því kunni að fylgja óhóf­leg rit­skoðun. Hún kunni að leiða til þess að lokað verði á vefsíður á borð við Reddit, sem er í raun ekk­ert annað en vett­vang­ur til að deila efni ann­ars staðar að á net­inu, í Evr­ópu.

Vél­menni vakti netið

Þrett­ánda grein frum­varps­ins set­ur aukn­ar skyld­ur á herðar vefsíðna sem búa yfir „miklu magni“ efn­is sem hlaðið er upp af not­end­um. Skulu þær nota tækn­ina til þess að koma í veg fyr­ir höf­und­ar­rétt­ar­brot. Þessi grein hefði einkum áhrif á sam­fé­lags­miðla, en miðað við um­fang þess efn­is sem hlaðið er á miðlana er ljóst að slíkri laga­setn­ingu yrði aldrei fram­fylgt nema með sjálf­virk­um síum sem myndu leita uppi höf­und­ar­rétt­ar­varið efni. Slík­ar síur ættu að vera not­end­um Youtu­be að góðu kunn­ar. Reyni not­end­ur til að mynda að hala upp mynd­bandi á þá síðu sem inni­held­ur lag­stúf eru síur fyr­ir­tæk­is­ins fljót­ar að þefa það uppi og taka mynd­bandið úr um­ferð.

AFP

Jim Killock, fram­kvæmda­stjóri Open Rights Group sem berst fyr­ir net­frelsi í Bretlandi, seg­ir í sam­tali við BBC: „13. grein­in mun skapa vél­lög­reglu­ríki, þar sem vél­menni loka fyr­ir allt sem þau telja að brjóti höf­und­ar­rétt­ar­regl­ur, þrátt fyr­ir að í gildi séu lög sem banni al­hliða vökt­un á not­end­um, friðhelgi þeirra til vernd­ar.“

70 áhrifa­vald­ar í tækni­heim­in­um skrifuðu í síðustu viku opið bréf til Ant­onio Taj­ani, for­seta Evr­ópuþings­ins og þing­manns EPP, þar sem þeir segja til­lög­una, einkum þrett­ándu grein­ina, vera „ógn við framtíð nets­ins“. Meðal þeirra sem skrifa und­ir bréfið er Jimmy Wales, stofn­andi frjálsu al­fræðiorðabók­ar­inn­ar Wikipedia.

Í opna bréf­inu segja tækni­frum­kvöðlarn­ir að frum­varpið muni bitna helst á evr­ópsk­um ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um enda sé kostnaður­inn við að koma slík­um síum á kopp­inn mik­ill.

Þrátt fyr­ir að vera beint að stór­fyr­ir­tækj­um á borð við Google kann laga­setn­ing­in að koma fyr­ir­tæk­inu til góðs. Fáar efn­isveit­ur hafa nefni­lega úr jafn­góðum síum að spila og Google, sem ein­mitt á Youtu­be. Ætli vefsíður að fram­fylgja grein­inni gætu þær því þurft að kaupa sér þjón­ustu Google eða annarra fyr­ir­tækja sem búa yfir öfl­ug­um síum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka