Ræða flóttamannavanda á óformlegum fundi

Spánverjar tóku við flóttafólkinu sem Ítalía hafði neitað.
Spánverjar tóku við flóttafólkinu sem Ítalía hafði neitað. AFP

Leiðtogar Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Spánar, Grikkland, Austurríkis og Búlgaríu munu hittast á sérstökum fundi í Brussel á sunnudag til að ræða flóttamannavandann og reyna að leita einhverra lausna fyrir leiðtogafund Evrópusambandsríkjanna í næstu viku. Þetta segir forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, Jean-Claude Juncker. Samkvæmt heimildamanni AFP-fréttastofunnar er um óformlegan vinnufund að ræða.

Flóttamannvandinn verður ræddur á leiðtogafundinum í næstu viku, þar á  meðal hörð afstaða nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu gagnvart flóttafólki, en Ítalir neituðu í síðustu viku að taka við hópi af flóttafólki sem bjargað hafði verið á Miðjarðarhafinu, skammt undan strönd Líbýu. Að endingu fór það svo að Spánverjar tóku við fólkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert