Áfram ógn af Norður-Kóreu

Kim Jong-un og Trump á fundi sínum í Singapúr þann …
Kim Jong-un og Trump á fundi sínum í Singapúr þann 13. júní. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að nú stafi óvenjuleg kjarnorkuógn frá Norður-Kóreu og því þurfi að framlengja viðskiptabönn á stjórn Kims Jong-un leiðtoga landsins. Fyrir aðeins tíu dögum átti Trump fund með Kim og sagði þó að sá fundur hefði verið árangursríkur og að engin hætta stafaði frá landinu. „Það stafar ekki lengur kjarnorkuógn frá Norður-Kóreu,“ skrifaði forsetinn á Twitter við komu sína til Bandaríkjanna eftir fundinn með Kim. „Sofið rótt í nótt!“ bætti hann við.

En í yfirlýsingu forsetans sem send var fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær kvað við annan tón. Í henni kom fram að ríkisstjórnin hygðist halda hörðum viðskiptaþvingunum á Norður-Kóreu til streitu. Þvingununum var fyrst komið á í stjórnartíð George W. Bush.

Í yfirlýsingunni segir að enn stafi „óvenjuleg“ ógn frá Norður-Kóreu sem ógni þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og efnahag Bandaríkjanna. Því sé það niðurstaða forsetans að framlengja viðskiptaþvinganir í eitt ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert