Trump og Pútín gætu brátt fundað

Mikið hefur verið spáð í möguleika á fundi leiðtoganna í …
Mikið hefur verið spáð í möguleika á fundi leiðtoganna í fjölmiðlum bæði vestanhafs og -austan. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti mun að lík­ind­um funda með Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta áður en langt um líður, seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Mike Pom­peo.

Hvíta húsið til­kynnti á fimmtu­dag að þjóðarör­ygg­is­ráðgjaf­inn John Bolt­on myndi fljúga til Moskvu í næstu viku til að kanna grund­völl mögu­legs fund­ar leiðtog­anna tveggja.

„Ég veit að Bolt­on hyggst ferðast til Moskvu á sunnu­dag eða mánu­dag. Hann mun þar funda með koll­ega sín­um og ég tel lík­legt að Trump for­seti muni sjálf­ur funda með sín­um koll­ega áður en langt um líður,“ sagði Pom­peo í viðtali við banda­rísku sjón­varps­stöðina MSNBC.

Mikið hef­ur verið spáð í mögu­leika á fundi leiðtog­anna í fjöl­miðlum bæði vest­an­hafs og -aust­an, eft­ir að þeir ræddu fyrst fundaráformin í mars.

Óhætt er að segja að fund­ur sá myndi vera í brenni­depli ef af yrði, ekki síst vegna áfram­hald­andi rann­sókn­ar sér­staks sak­sókn­ara á af­skipt­um rúss­neskra stjórn­valda af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um og mögu­legu leyni­makki með for­setafram­boði Trumps.

Því hef­ur Trump ít­rekað neitað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert