Fjöldamótmæli í Tehran

Í myndböndum sem birt hafa verið á Twitter í morgun …
Í myndböndum sem birt hafa verið á Twitter í morgun má sjá hóp fólks í mótmælunum. Skjáskot/Twitter

Fólk hefur flykkst út á Grand Bazaar-torgið í Tehran í dag þar sem það mótmælir stöðu efnahagsmála í landinu. Í frétt AP-fréttastofunnar segir að mótmælendurnir hafi þröngvað sölumönnum á torginu til að loka básum sínum.

Mótmælin eru ekki talin hafa verið skipulögð en um helgina neyddust tvær verslanir með farsíma og önnur raftæki til að loka í borginni vegna mótmæla. Einnig er talið, að því er fram kemur í frétt AP, að mótmælin séu vegna þeirrar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að ganga út úr kjarnorkuvopnasamkomulagi íranskra stjórnvalda.

Gengi íranska gjaldmiðilsins ríal hefur fallið mikið gagnvart Bandaríkjadal.

Á myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum frá mótmælunum má sjá sölumenn reyna að halda sölustöðum sínum opnum og mótmælendur hrópa „hugleysingi“ að þeim.  Þá sést á myndböndunum að til átaka hefur komið og segja þeir sem birta myndböndin að táragasi hafi verið beitt á mótmælendur.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert