Nýliðinn sigraði reynsluboltann

Mynd úr framboði Alexandriu Ocasio-Cortez: „Þau hafa peninga. Við höfum …
Mynd úr framboði Alexandriu Ocasio-Cortez: „Þau hafa peninga. Við höfum fólk.“ Ljósmynd/ Facebook-síða Ocasio-Cortez

Alexandria Ocasio-Cortez, 28 ára, sigraði í gær reynsluboltann Joe Crowley, 56 ára, í forkosningum Demókrata fyrir þingkosningar 14. umdæmis New York-ríkis. Sigri hún Repúblíkanann, Anthony Pappas, í kosningunum í nóvember verður hún yngsta konan í sögunni til að ná kjöri á bandaríska þingið.

Crowley hefur nú setið tíu tímabil fyrir Demókrata og töldu margir að hann væri líklegur leiðtogi flokksins eða jafnvel forseti fulltrúadeildar þingsins. Crowley hefur ekkert mótframboð fengið í forkosningum Demókrata í 14 ár og kom ósigur hans gríðarlega á óvart.

Ocasio-Cortez, fyrrum sjálfboðaliði forsetabrambjóðendans Bernie Sanders, vann með 57.5% meirihluta. Kosningabarátta hennar þótti nokkuð róttæk á bandarískan mælikvarða en hún styður gjaldfrjálsa háskólamenntun, heilbrigðisþjónustu fyrir allar stéttir og endurskipulagningu réttarkerfisins. Ocasio-Cortez er fædd og uppalin í Bronx og kemur fjölskylda hennar frá Puerto-Rico.

Tapið kom Crowley án efa í opna skjöldu en hann segist þó ætla styðja Ocasio-Cortez heilshugar í kosningunum í nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert