Funda í Finnlandi

Trump og Pútín.
Trump og Pútín. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Helsinki í Finnlandi 16. júlí. Samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu munu leiðtogarnir ræða samband ríkjanna, sem og fjölda málefna í tengslum við þjóðaröryggi.

Samkvæmt BBC var tíma- og staðsetning fundarins staðfest í dag í kjölfar þess að þjóðaröryggisráðherra Bandaríkjanna, John Bolton, fundaði með Pútín í Moskvu.

Á dag­skrá leiðtoga­fund­ar­ins, að sögn Trumps, er stríðið í Sýr­landi og ástandið í Úkraínu. Trump og Pútín hitt­ust síðast á fundi ríkja sem eiga aðild að efna­hags­sam­starfi Asíu- og Kyrra­hafs­ríkj­anna (APEC) sem var hald­inn í Víet­nam í nóv­em­ber í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert