Samkomulag eftir átakafund

Ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte leiðir nýja ríkisstjórn sem hefur tekið …
Ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte leiðir nýja ríkisstjórn sem hefur tekið harða afstöðu til málefna flóttamanna. AFP

Leiðtog­ar ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins náðu sam­komu­lagi um mál­efni flótta­manna á fundi sem stóð í alla nótt. For­sæt­is­ráðherra Ítal­íu seg­ir að sam­komu­lagið þýði að land hans beri ekki leng­ur eitt ábyrgð á mál­inu í álf­unni. Um átaka­fund var að ræða.

Ítalski for­sæt­is­ráðherr­ann Giu­seppe Conte fer fyr­ir nokk­urra vikna gam­alli rík­is­stjórn sem ætl­ar að taka harða af­stöðu í mál­efn­um flótta­manna. Hann neitaði að samþykkja til­lögu sem lögð var fyr­ir fund­inn í Brus­sel en gerði það að lok­um eft­ir að kröf­um hans hafði verið mætt í sam­komu­lag­inu.

Ítal­ir hafa á síðustu vik­um neitað bát­um með flótta­fólk að koma þar að landi. Þessi harða afstaða hef­ur vakið ólgu í álf­unni. Flótta­fólk sem kem­ur inn í Evr­ópu í ár er um 98% færra en þegar mest lét árið 2015. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræðir málin við fréttamenn að loknum fundinum …
Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti ræðir mál­in við frétta­menn að lokn­um fund­in­um í Brus­sel í nótt. AFP

„Í dag er Ítal­ía ekki leng­ur ein á báti. Við erum sátt,“ sagði Conte við frétta­menn að aflokn­um fund­in­um í morg­un. 

Leiðtog­arn­ir 28 hafa samþykktu í nótt að taka til skoðunar að koma upp aðstöðu utan ESB, lík­lega í norður­hluta Afr­íku, sem hefði það hlut­verk að letja flótta­fólk til að fara um borð í báta smygl­ara á leið til Evr­ópu.

Þá geta aðild­ar­ríki ESB sam­kvæmt sam­komu­lagið komið sér upp sér­stök­um búðum eða miðstöðvum þar sem tekið yrði á móti flótta­fólk­inu á meðan unnið er úr þeirra mál­um, þ.e. hvort því verði snúið aft­ur til síns heima eða þeim veitt hæli. Það er hverju ríki í sjálf­vald sett hvort það kem­ur á fót fyr­ir­komu­lagi sem þessu.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti sagði að sam­vinna inn­an Evr­ópu gerði slíkt mögu­legt. 

 Einnig var samþykkt að grípa til aðgerða sem stöðvi straum flótta­fólks frá Ítal­íu og öðrum ESB-ríkj­um til Þýska­lands. Ang­ela­Merkel kansl­ari Þýska­lands hef­ur átt í erfiðleik­um í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu vegna inn­flytj­enda­mála og er þessi klausa sam­komu­lags­ins íBrus­sel tal­in vera gerð til að rugga ekki þeim báti.

Angela Merkel ræðir við kansalara Austurríkis, Sebastian Kurtz, á fundi …
Ang­ela Merkel ræðir við kansal­ara Aust­ur­rík­is, Sebastian Kurtz, á fundi leiðtoga ESB í Brus­sel í gær­kvöldi. AFP

„Eft­ir ákaf­ar umræður um það sem er mögu­lega mesta áskor­un Evr­ópu­sam­bands­ins eru það góð skila­boð að við höf­um náð að setja sam­an texta í sam­ein­ingu,“ sagði Merkel eft­ir fund­inn.

Í sam­komu­lag­inu eru öll aðild­ar­ríki ESB hvött til að grípa til nauðsyn­legra aðgerða til að koma í veg fyr­ir að flótta­fólk sem kem­ur til landa á borð við Ítal­íu og Grikk­land flytji svo til Þýska­lands. 

Um ein millj­ón manna hef­ur fengið hæli í Þýskalandi frá ár­inu 2015. 

Lestu valda kafla úr sam­komu­lag­inu hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert