Umhverfisráðherra Chile hefur blásið til vitundarvakningar þar sem neytendur eru hvattir til að nota margnota poka við innkaup. Hæstiréttur landsins hefur nú einnig gefið grænt ljós á ný lög sem banna verslunum að láta viðskiptavini sína hafa plastpoka undir vörurnar.
Þegar lögin hafa tekið gildi verður Chile fyrsta land Suður-Ameríku til að innleiða slíkt bann.