Notuðu Fan ID til að finna ræningja

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sýnir stoltur sitt auðkenni, Fan ID, á …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sýnir stoltur sitt auðkenni, Fan ID, á leikvanginum í Sochi. AFP

Talið er að aðdá­enda-auðkenni á heims­meist­ara­mót­inu í fót­bolta, svo­kallað Fan ID, hafi leitt til hand­töku manns sem eft­ir­lýst­ur hef­ur verið í Bras­il­íu í tvö ár fyr­ir rán á póst­húsi. Málið hef­ur vakið upp spurn­ing­ar um meðferð þeirra gagna sem rúss­nesk yf­ir­völd geta aflað í gegn­um auðkennið. All­ir gest­ir móts­ins þurfa að fá slík skil­ríki sem þýðir að 1,6 millj­ón­ir manna hafa veitt yf­ir­völd­um aðgang að ýms­um per­sónu­upp­lýs­ing­um, m.a. um það þegar þeir mæta á leiki.

Í ít­ar­legri frétta­skýr­ingu New York Times er því lýst að Rodrigo Vicent­ini, póst­hús­ræn­ing­inn eft­ir­lýsti, hafði ný­lokið við að fylgj­ast með landsliði sínu skora tvö mörk í leik sín­um gegn Kosta Ríka 22. júní er hann var hand­tek­inn af rúss­nesk­um lög­reglu­mönn­um. Þeir höfðu borið sam­an lista In­terpol yfir eft­ir­lýsta menn og upp­lýs­ing­ar úr gagna­grunni Fan ID og hand­tekið hann er hann yf­ir­gaf leik­vang­inn. Hann verður nú fram­seld­ur til Bras­il­íu.

Bak­grunn­ur allra kannaður

Rúss­nesk lög­reglu­yf­ir­völd segj­ast hafa gert bak­grunn­s­könn­un á öll­um þeim sem fengu Fan ID í sam­vinnu við starfs­bræður sína víða um heim. Þetta hafi verið gert til að koma í veg fyr­ir hryðju­verk og til að koma í veg fyr­ir að fót­bolta­bull­ur, sem þekkt­ar eru fyr­ir ólæti, kæm­ust inn í landið og á leik­ina.

Hins veg­ar segj­ast þau fara að ströng­um regl­um um meðferð upp­lýs­ing­anna sam­kvæmt samn­ingi rúss­neskra stjórn­valda og Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA. 

Í grein New York Times er haft eft­ir fyrr­ver­andi ör­ygg­is­stjóra hjá FIFA að slík­ar bak­grunnsk­ann­an­ir séu skilj­an­leg­ar og að eng­inn geti neitað þeirri hryðju­verka­ógn sem Rúss­ar standi frammi fyr­ir. 

En marg­ir hafa orðið til að gagn­rýna þessa gagna­öfl­un. Bent hef­ur verið á að fólk flaggi Fan ID stolt, það sé nokk­urs kon­ar stöðutákn og minja­grip­ur um veru á heims­meist­ara­mót­inu. En yf­ir­völd hafa með þessu kerfi, sem er í fyrsta skipti notað á HM í ár, aflað marg­vís­legra per­sónu­upp­lýs­inga um hvern og einn gest. Heim­il­is­fang, tölvu­net­fang, síma­núm­er og fleira er meðal þess­ara gagna en einnig er hægt að sjá hvar viðkom­andi hef­ur t.d. verslað (sam­kvæmt af­slátt­ar­kerfi skil­ríkj­anna) og á hvaða leiki hann mæt­ir. 

Eft­ir­lits­hag­kerfi

„Þetta er hluti af eft­ir­lits­hag­kerfi þar sem þér er boðið eitt­hvað sem hljóm­ar spenn­andi, eins og það að kom­ast auðveld­lega inn á íþrótta­leiki, í skipt­um fyr­ir verðmæt­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar,“ hef­ur New York Times eft­ir Timot­hy Ed­g­ar, gagna­ör­ygg­is­sér­fræðingi í Brown-há­skóla.

„Rúss­ar ættu að eyða öll­um þess­um upp­lýs­ing­um um leið og mót­inu lýk­ur,“ seg­ir hann. „Um leið og gagn­anna er ekki leng­ur þörf ættu þeir að gera það, því ann­ars er hætta á að þeim verði lekið eða þau glat­ist.“

Þetta telja sum­ir raun­veru­lega ógn í landi sem er þekkt fyr­ir tölvu­inn­brot. 

Yf­ir­völd í Kat­ar, sem mun halda næsta heims­meist­ara­mót í knatt­spyrnu, eru nú að skoða þetta auðkennis­kerfi Rúss­anna svo mögu­legt er að það sé komið til að vera. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert