Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur áhyggjur af svokölluðum „gettó-lögum“, breytingum á innflytjendalöggjöf Danmerkur, sem byrja að taka gildi á næsta ári. Lögin kveða meðal annars á um að börn innflytjenda fái kennslu í dönskum siðum.
Russia Today greinir frá en þar segir að lögin valdi Zeid Ra'ad Al Hussein, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, hugarangri og setti hann fram gagnrýni á nýju lögin á Twitter-aðgangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.
#Denmark’s new “ghetto package” is hugely troubling & risks heightening racial discrimination against people of migrant origin - further “ghettoising” them. Coercive assimilation measures run risk of fuelling racial prejudice, xenophobia & intolerance – Zeid. #FightRacism pic.twitter.com/mZhQiGkMIW
— UN Human Rights (@UNHumanRights) July 3, 2018
Meðal þess sem lögin hafa í för með sér er að börn innflytjenda frá eins árs aldri verði tekin í 25 klukkustundir á viku frá fjölskyldum sínum og þau skóluð í dönskum siðum og gildum. Slík kennsla felst meðal annars í fræðslu um páska og jól auk dönskukennslu. Verði foreldrar barnanna ekki við fyrirmælunum gætu þau misst rétt sinn til félagslegra greiðslna.
Í frétt RT segir að mannréttindaráð SÞ telji lögin ýta frekar undir mismunun gegn fólki af erlendum uppruna og jaðarsetji það frekar. Hin umdeildu lög fela jafnframt í sér tvöföldun refsinga gegn glæpum sem framdir eru í fátækrahverfum í Danmörku.
Umfjöllun New York Times um „gettó-lögin“