Vill að Rússar útskýri hvað sé á seyði

Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, á breska þinginu í dag.
Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, á breska þinginu í dag. AFP

Innanríkisráðherra Bretlands segir tímabært að Rússar útskýri hvað sé á seyði með taugagaseitranirnar í Bretlandi. Tveir einstaklingar liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir taugagaseitrun vegna rússnesks taugagass við bæinn þar sem eitrað var fyrir rússneskum njósnara með sama efni fyrr á árinu.

„Það er tímabært að Rússar stígi fram og útskýri hvað nákvæmlega sé á seyði,“ sagði Sajid Javid, innanríkisráðherra Breta, á breska þinginu í dag og ítrekaði þannig fyrri ásakanir bresku ríkisstjórnarinnar um aðild Rússa að taugagaseitruninni fyrr á árinu. Rússnesk stjórnvöld hafa staðfastlega neitað aðild að eitruninni frá fyrsta degi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert