Náðu samkomulagi eftir maraþonfund

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Breska rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi um hvernig hún sér fyr­ir sér framtíðarsam­band sitt við Evr­ópu­sam­bandið eft­ir Brex­it.

Frá þessu greindi Th­eresa May for­sæt­is­ráðherra við fjöl­miðla eft­ir tólf klukku­stunda maraþon­fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag. 

Sam­kvæmt því sem May sagði eft­ir fund­inn mun stjórn­in leit­ast eft­ir því að gera fríversl­un­ar­samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið á sviði iðnaðar- og land­búnaðarfram­leiðslu. Stjórn­in styður auk þess sam­eig­in­legt tolla­svæði.

Laura Ku­enss­berg, rit­stjóri stjórn­má­laum­fjöll­un­ar hjá BBC, sagði að marg­ir þeir sem væru hlynnt­ir Brex­it yrðu ekki ánægðir með þetta sam­komu­lag. Aug­ljóst væri á þessu að for­sæt­is­ráðherr­ann hefði ákveðið að vera í nán­ara sam­starfi með Evr­ópu­sam­band­inu en marg­ir sam­herj­ar henn­ar vildu.

„Ég tel að þetta sam­komu­lag sé gott fyr­ir Bret­land og verði einnig gott fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið,“ sagði May. Ekki er vitað hver viðbrögð ESB við sam­komu­lag­inu verða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert