Trump hlakkar til ferðar til Bretlands

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur sig við fyrirhugaða fjögurra daga ferð til Bretlands síðar í vikunni. Tilkynning þess efnis barst frá Hvíta húsinu í dag en tveir ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér.

Bor­is John­son, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, sagði af sér í dag og David Davis, ráðherra út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu, sagði af sér í gær. Af­sögn­ þeirra kem­ur í kjöl­far óánægju harðlínu­manna í út­göngu­mál­um með nýja áætl­un stjórn­ar Th­eresu May um hvernig sam­skipt­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Breta skuli háttað eft­ir út­göng­una.

„Forsetinn hlakkar til að funda með forsætisráðherranum 13. júlí og styrkja þar með enn frekar sérstakt samband Bandaríkjanna og Bretlands,“ sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert