Ellefu drengjum bjargað

AFP

Búið er að bjarga þrem­ur drengn­um út úr Tham Luang hell­in­um í dag að sögn taí­lenskra yf­ir­valda. Þeir höfðu dvalið neðanj­arðar í 18 daga. Guar­di­an hef­ur fengið staðfest að nú sé búið að bjarga ell­efu drengj­um úr prísund­inni. Sá ell­efti er jafn­framt yngsti dreng­ur­inn úr hópi tólf­menn­ing­anna. Hann er aðeins ell­efu ára. Nú er því aðeins einn dreng­ur eft­ir inni í hell­in­um sem og þjálf­ar­inn.

Stefnt er að því að  bjarga síðasta hluta hóps­ins í dag en í gær og fyrra­dag var átta af tólf drengj­um bjargað. For­sæt­is­ráðherra Taí­lands greindi frá því í dag að drengj­un­um hefði verið gefið kvíðastill­andi lyf áður en þeir voru flutt­ir út úr hell­in­um.

Tug­ir þrautþjálf­ara kafara taka þátt í björg­un­inni en dreng­irn­ir eru ósynd­ir og gríðarlega erfiðar aðstæður á vett­vangi.

En það eru ekki bara kafar­ar sem koma að björg­un drengj­anna því hundruð sjálf­boðaliða alls staðar hafa veitt aðstoð. Til að mynda við að elda mat og bera fram án þess að fá greitt fyr­ir það. 

Tveir drengj­anna hafa þegar verið flutt­ir á sjúkra­hús og verða þar í ein­angr­un líkt og þeir sem þegar hafði verið bjargað. Ekki hef­ur verið upp­lýst um nöfn þeirra op­in­ber­lega og hafa fjöl­skyld­ur þeirra ekki fengið að hitta þá. For­eldr­ar drengj­anna sem var bjargað fyrst, á sunnu­dag, hafa fengið að sjá þá í gegn­um gler en ekki hef­ur komið fram hvort for­eldr­ar þeirra sem var bjargað í gær hafa fengið að sjá syni sína. 

Sam­kvæmt frétt CNN virðast dreng­irn­ir átta sem var bjargað fyrst vera við góða heilsu, þeir eru hita­laus­ir og lík­am­lega vel á sig komn­ir. Fyrsti hóp­ur­inn var á aldr­in­um 14-16 ára og lík­ams­hiti þeir var afar lág­ur þegar komið var með þá á bör­um út úr hell­in­um. Grun­ur leik­ur á að þeir séu með lungna­bólgu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert