Ekki allir leiðtogar sniðganga HM

Forseti frakkland, Emmanuel Macron fagnaði ákaft í Sankti Pétursborg í …
Forseti frakkland, Emmanuel Macron fagnaði ákaft í Sankti Pétursborg í gær. AFP

Það kom nokkrum áhorfendum á óvart að sjá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og belgísku konungshjónin í heiðurs-stúkunni í Sankti Pétursborg í gær þegar leikur Frakklands og Belgíu á HM fór fram í gær, en ýmsar bandalagsþjóðir þeirra hafa meinað opinberum embættismönnum að fara á HM í Rússlandi.

Opinberum embættismönnum Bretlands, Póllands, Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Ástralíu og Japans var meinað um að mæta á HM í Rússlandi eftir að samskipti Breta og Rússa hörðnuðu í kjölfar þess að eitrað var fyrir Skripal feðginunum. Þá hafa einnig mannréttindasamtök beðið þjóðarleiðtoga og embættismenn að sniðganga HM vegna aðgerða Rússlands í Sýrlandi.

Frönsk og belgísk stjórnvöld höfðu ekki bannað embættismönnum að mæta. Ríkisstjórn Svíþjóðar sem hafði sett slíkt bann ákvað hins vegar styðja sænska liðið í Rússlandi eftir að liðið komst upp úr riðli.

Haft er eftir Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, í Aftonbladet að þetta var ekki stefnubreyting hjá sænskum yfirvöldum þar sem aðeins hafi staðið til að sniðganga opnunarhátíð HM til að sýna Bretum samstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert