Trump segir Brexit gera út um verslunarsamning

Melania og Donald Trump, forsetahjón Bandaríkjanna, ásamt Theresu May, forsætisráðherra …
Melania og Donald Trump, forsetahjón Bandaríkjanna, ásamt Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á galakvöldverði í Blenheim-höll í kvöld. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, veitti bandarísku forsetahjónunum Donald og Melaniu Trump höfðinglegar móttökur með galakvöldverði í Blenheim-höll í Oxfordshire í kvöld. May nýtti einnig tækifærið til að ræða möguleika á nýjum verslunarsamningi við Bandaríkin. BBC greinir frá. 

May nýtti tækifærið í kvöld og benti Trump á að yfir milljón Bandaríkjamenn starfi hjá breskum fyrirtækjum. May segir að með undirbúningi Bretlands um útgöngu úr Evrópusambandinu skapist fordæmislaus tækifæri í samskiptum ríkjanna. „Nú er tækifæri til að koma á fríverslunarsamningi sem skapar atvinnu og hagvöxt í Bretlandi og alla leið til Bandaríkjanna,“ segir May.

Trump segir hins vegar í viðtali við The Sun að sú leið sem May telur að best sé að fara úr ESB muni líklega gera út um vonir um möguleika á fríverslunarsamningi milli ríkjanna. 

Forsetahjónin voru boðin velkomin með hátíðlegri athöfn við Blenheim-höll í …
Forsetahjónin voru boðin velkomin með hátíðlegri athöfn við Blenheim-höll í Oxfordshire. AFP

Donald Trump er í fjögurra daga opinberri heimsókn í Bretlandi, þeirri fyrstu frá því að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna fyrir tveimur árum. Ekki eru allir ánægðir með heimsókn forsetans og söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan bandaríska sendiráðið sem og höllina þar sem kvöldverðurinn fer fram. Samkvæmt lögreglu eru mótmælendurnir í kringum þúsund talsins.

Leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir Trump vera hættulegan og ómannúðlegan og að stefna hans stofni milljónum mannslífa í hættu. Corbyn gagnrýndi hversu hlýjar móttökur forsetahjónin fengju.

Theresa May nýtti kvöldverðinn til að ræða mögulegan fríverslunarsamning milli …
Theresa May nýtti kvöldverðinn til að ræða mögulegan fríverslunarsamning milli Bretlands og Bandaríkjanna. AFP

Heimsókn Trumps á sér stað á sama tíma og fátt annað en Brexit, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, kemst að í breskum stjórnmálum. Tveir ráðherrar, Dav­id Dav­is, sem fór með máli Brex­it, og Bor­is John­son ut­an­rík­is­ráðherra, sögðu af sér á í vikunni vegna til­slök­un­ar stjórn­valda í viðræðum um út­göngu úr ESB.

May virðist njóta stuðnings þeirra hóf­sömu í Íhaldsflokkn­um og ekki hafa komið upp nein­ar op­in­ber­ar til­raun­ir til þess að hrekja hana frá völd­um. Trump segir að það sé undir kjósendum komið hvort May verði áfram í embætti eða ekki.

Melania Trump fylgir eiginmanni sínum í opinberri heimsókn til Bretlands, …
Melania Trump fylgir eiginmanni sínum í opinberri heimsókn til Bretlands, þeirri fyrstu frá því hann tók við embætti. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert