Bakveikur - ekki fullur

Jean-Claude Juncker fagnar komu Emmanuel Macron til leiðtogafundarins í vikunni.
Jean-Claude Juncker fagnar komu Emmanuel Macron til leiðtogafundarins í vikunni. AFP

Evr­ópu­sam­bandið seg­ir að for­seti fram­kvæmd­ar­stjórn­ar þess, Jean-Clau­de Juncker, hafi hrasað vegna bak­verkja, ekki áfeng­isneyslu, á leiðtoga­fundi NATO á miðviku­dag. Seg­ir sam­bandið það móðgun að gefa í skyn að Juncker hafi verið drukk­inn.

Hinn 63 ára gamli Juncker var óstöðugur á fót­un­um við hátíðar­kvöld­verð leiðtoga­fund­ar­ins í Brus­sel á miðviku­dag. Að lok­um sett­ist hann í hjóla­stól. 

For­sæt­is­ráðherr­ar Hol­lands og Portú­gals þurftu að styðja hann á fæt­ur nokkr­um sinn­um og fylgd­ust m.a. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Th­eresa May for­sæt­is­ráðherra Bret­lands með. Þá átti hann einnig erfitt með gang við ýmis önn­ur tæki­færi á leiðtoga­fund­in­um.

Marga­rit­is Schinas, talsmaður fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, sagði á blaðamanna­fundi í morg­un að Juncker hefði fengið tak í bakið og það skýrði það hversu óstöðugur hann var á fót­un­um. Sagði Schinas að Juncker hefði sjálf­ur sagt frá þess­um veik­ind­um sín­um op­in­ber­lega og að hann ætti þeirra vegna erfitt með gang. „Það var það sem gerðist á miðviku­dags­kvöld,“ sagði talsmaður­inn. „For­set­inn vill op­in­ber­lega þakka for­sæt­is­ráðherr­un­um Mark Rutte og Ant­onio Costa fyr­ir að aðstoða sig á þessu þján­ing­ar­fulla augna­bliki. Hann tek­ur nú lyf og líður bet­ur.“

Sögu­sagn­ir höfðu farið á kreik um að Juncker hefði verið drukk­inn en tals­menn hans hafa al­farið neitað því. „Mér finnst það meira en smekk­laust að sum­ir fjöl­miðlar reyni að búa til móðgandi fyr­ir­sagn­ir og gera þannig lítið úr þján­ing­um hans. Mér finnst þetta ljótt og órétt­látt,“ sagði Schinas.

Þá var hann spurður hvort að Juncker hefði ef til vill drukkið ofan í verkjar­lyf­in en því neitaði talsmaður­inn einnig. „Nei, það gerði hann ekki, að minnsta kosti veit ég ekki til þess.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert