Versti óvinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á heimsvísu er Evrópusambandið, en á eftir koma klassískir keppinautar Bandaríkjanna, Rússland og Kína. Þetta kom fram í máli Trump í viðtali við sjónvarpsstöðina CBS News.
Þegar Trump var beðinn að nefna sinn versta óvin á heimsvísu byrjaði hann á að nefna Evrópusambandið og sagði það „mjög erfitt“. Hann sagði Bandaríkin eiga marga óvini, og að Evrópusambandið færi illa með þau í viðskiptum.
„Það gæti komið mörgum á óvart að heyra þig telja upp Evrópusambandið á undan Kína og Rússlandi,“ svaraði þáttastjórnandinn, sem var greinilega brugðið við svari forsetans. Forsetinn ítrekaði að Evrópusambandið væri mjög erfitt í viðskiptum og að það hefði nýtt sér Bandaríkin. Samt sem áður sagðist hann bera mikla virðingu fyrir leiðtogum landanna.
Forseti Evrópuráðsins, Donald Tusk, er ekki sammála Trump um að Evrópusambandið væri óvinur Bandaríkjanna og skrifaði á Twitter: „Ameríka og ESB eru bestu vinir. Hver sem segir að við séum óvinir dreifir fölskum fréttum.“
America and the EU are best friends. Whoever says we are foes is spreading fake news.
— Donald Tusk (@eucopresident) July 15, 2018
Ferðalag Trump til Evrópu hefur snúið samböndum vesturveldanna á hvolf, en hann er búinn að rífast við leiðtoga Atlantshafsbandalagsins, fara hörðum orðum um ítök Rússa í Þýskalandi og gagnrýna aðferðir Theresu May í útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May hefur greint frá því að Trump hafi stungið upp á því að hún færi í mál við sambandið í stað þess að leita friðsamlegra leiða til útgöngu.
Fundur Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta er á dagskrá á morgun. Trump hefur skrifað fjölmargar undarlegar Twitter-færslur í aðdraganda fundarins og bíður heimsbyggðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu fundar leiðtoganna umdeildu.
Heading to Helsinki, Finland – looking forward to meeting with President Putin tomorrow. Unfortunately, no matter how well I do at the Summit, if I was given the great city of Moscow as retribution for all of the sins and evils committed by Russia...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2018
...over the years, I would return to criticism that it wasn’t good enough – that I should have gotten Saint Petersburg in addition! Much of our news media is indeed the enemy of the people and all the Dems...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2018
...know how to do is resist and obstruct! This is why there is such hatred and dissension in our country – but at some point, it will heal!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 15, 2018