Rússneska utanríkisráðuneytið hefur tekið undir Twitter-færslu Donald Trump Bandaríkjaforseta um að samband Rússlands og Bandaríkjanna hafi aldrei verið verra vegna „margra ára fíflaskapar og heimsku“ Bandaríkjanna.
We agree https://t.co/7l087Qwmj3
— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) July 16, 2018
Trump setti færsluna inn í morgun, fáeinum klukkustundum áður en hann gekk til fundar við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Rússneska ráðuneytið tók svo undir færsluna, einnig á Twitter.
Þá segir Trump að rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 eigi stóran þátt í því að sambandið hafi ekki verið upp á marga fiska á síðustu misserum.
Fyrir fáeinum dögum sagði Trump að „hrein heimska“ og „pólitísk vandamál“ í Bandaríkjunum hafi gert það „mjög erfitt að gera eitthvað með Rússland“.
„Hvað sem þú gerir, það mun alltaf einhver segja Ó Rússland, hann elskar Rússland,“ sagði Trump á blaðamannafundi á föstudaginn eftir fund sinn með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.
Þá hefur Trump einnig kennt forvera sínum Barack Obama um köld samskipti Bandaríkjanna og Rússa og sagt að rannsóknin á tölvuárásum Rússa í aðdraganda kosninganna 2016 vera „nornaveiðar“.
President Obama thought that Crooked Hillary was going to win the election, so when he was informed by the FBI about Russian Meddling, he said it couldn’t happen, was no big deal, & did NOTHING about it. When I won it became a big deal and the Rigged Witch Hunt headed by Strzok!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 16, 2018