Þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar, John Bolton, hefur verið falið að bjóða Vladimír Pútín Rússlandsforseta til fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í haust.
Þetta kemur fram á Twitter-síðu Söruh Sanders, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins.
In Helsinki, @POTUS agreed to ongoing working level dialogue between the two security council staffs. President Trump asked @Ambjohnbolton to invite President Putin to Washington in the fall and those discussions are already underway.
— Sarah Sanders (@PressSec) July 19, 2018
Viðræður um mögulegan fund leiðtoganna í Washington í haust munu þegar vera hafnar, að sögn Sanders.
Fregnirnar af því að leiðtogarnir tveir hittist mögulega aftur í haust koma strax í kjölfar frétta af því að Donald Trump hafi neitað tilboði Pútíns um að um að rússneskir embættismenn fái að yfirheyra fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna og fleiri bandaríska borgara, í skiptum fyrir að bandarísk yfirvöld fengju að yfirheyra tólfmenningana rússnesku sem ákærðir hafa verið fyrir að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs árið 2016.