Leiðtogafundur í Washington í haust?

John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna mun hafa verið falið að bjóða …
John Bolton þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna mun hafa verið falið að bjóða Pútín til fundar í Washington í haust. AFP

Þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar, John Bolton, hefur verið falið að bjóða Vladimír Pútín Rússlandsforseta til fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í haust.

Þetta kemur fram á Twitter-síðu Söruh Sanders, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins.

Viðræður um mögulegan fund leiðtoganna í Washington í haust munu þegar vera hafnar, að sögn Sanders.

Fregnirnar af því að leiðtogarnir tveir hittist mögulega aftur í haust koma strax í kjölfar frétta af því að Donald Trump hafi neitað tilboði Pútíns um að um að rúss­nesk­ir emb­ætt­is­menn fái að yf­ir­heyra fyrr­ver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna og fleiri banda­ríska borg­ara, í skiptum fyrir að bandarísk yfirvöld fengju að yfirheyra tólfmenningana rússnesku sem ákærðir hafa verið fyrir að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert