Tyrkir styðja Özil

Ilkay Gundogan, sem einnig er þýskur knattspyrnumaður af tyrkenskum ættum, …
Ilkay Gundogan, sem einnig er þýskur knattspyrnumaður af tyrkenskum ættum, Özil og Erdogan. AFP

Tyrk­nesk­ir stjórn­mála­menn hafa í dag lýst yfir stuðningi við ákvörðun Mesut Özil en hann til­kynnti í gær að hann væri hætt­ur að leika fyr­ir þýska landsliðið í knatt­spyrnu. Özil, sem er ættaður frá Tyrklandi, gagn­rýndi þýska knatt­spyrnu­sam­bandið harðlega.

„Við styðjum heiðarlegt viðhorf Mesut Özil,“ skrifaði Meh­met Kasa­poglu, íþrótta­málaráðherra Tyrk­lands, á Twitter.

Özil var harðlega gagn­rýnd­ur í Þýskalandi í maí eft­ir að hann var myndaður með Recep Er­dog­an, for­seta Tyrk­lands, á sam­komu í London. Ýmsir þýsk­ur stjórn­mála­menn gerðu at­huga­semd­ir við mynd­ina og drógu í efa að Özil aðhyllt­ist þýsk gildi en Þjóðverj­ar hafa gagn­rýnt Er­dog­an und­an­far­in miss­eri.

„Það er áhyggju­efni þegar frá­bær­um þýsk­um knatt­spyrnu­manni eins og Mesut Özil finnst hann ekki leng­ur vel­kom­in í sínu heimalandi vegna kynþátta­for­dóma,“ skrifaði Kat­ar­ina Barley, jafn­rétt­is­málaráðherra Þýska­lands, á Twitter.

Özil sagði að kynþátta­for­dóm­ar og van­v­irðingr hefði leitt til ákvörðun­ar­inn­ar. „Ég er þýsk­ur þegar við vinn­um en inn­flytj­andi þegar við töp­um,“ sagði Özil meðal ann­ars.

Þjóðverjar féllu úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi.
Þjóðverj­ar féllu úr leik í riðlakeppn­inni á HM í Rússlandi. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert