„Það gætu spennandi hlutir gerst á föstudag,“ segir Ketil Tunheim, veðurfræðingur hjá norsku veðurstofunni. Á morgun gæti 117 ára hitamet í austurhluta landsins fallið en 21. júlí árið 1901 mældist hitinn 35°C í Ósló. Þá er einnig mögulegt að hitamet á landsvísu, 35,6°C, heyri sögunni til en það var sett í lok júní árið 1970.
„Ef allt gengur eftir, skýjahulan verður lítil og vindur hagstæður gætum við byrjað að hnusa að landsmetinu,“ segir Tunheim í viðtali við Aftenposten. Í dag hefur hitinn í Noregi farið í 34°C og á morgun er von á meiri hlýindum.
Á morgun er einnig spáð hámarki hitabylgjunnar í Bretlandi og sömu sögu er að segja frá Svíþjóð.
I morgen snuser vi kanskje på rekordvarme i flere fylker i den sørlige delen av landet vårt 🌡️ Da er det kjekt med en oversikt over de gjeldende toppverdiene! Kartet viser all-time fylkesrekorder for høyeste maksimumstemperatur i #SørNorge. pic.twitter.com/SD2ekE70Nw
— Meteorologene (@Meteorologene) July 26, 2018