75 dæmdir til dauða í Egyptalandi

Liðsmenn Múslimska bræðralagsins í dómsal við réttarhöldin. Leiðtogar þeirra eru …
Liðsmenn Múslimska bræðralagsins í dómsal við réttarhöldin. Leiðtogar þeirra eru meðal þeirra sem dæmdir hafa verið til dauða. AFP

Egypsk­ur dóm­stóll hef­ur dæmt 75 manns til dauða fyr­ir þátt þeirra í blóðugum mót­mæl­um sem brut­ust út í kjöl­far þess að egypski her­inn steypti þáver­andi for­seta lands­ins, Mohammed Morsi, af stóli árið 2013.

Menn­irn­ir 75 eru meðal rúm­lega 700 manns sem dæmd voru sl. föstu­dag í ein­um og sömu rétt­ar­höld­un­um, til mis­langr­ar refs­ing­ar þó. Meðal hinna dauðadæmdu eru leiðtog­ar Múslimska bræðralags­ins að því er BBC grein­ir frá.

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal hafa sagt rétt­ar­höld­in vera „veru­lega ósann­gjörn“ og að þau brjóti gegn stjórn­ar­skrá Egypta­lands.

Mál­um þeirra sem dæmd­ir voru til dauða verður nú vísað til stór­múft­ans, æðsta trú­ar­leiðtoga lands­ins, sem verður að vera með í ráðum í hvert skipti sem dauðadóm­ur eru veitt­ur. Þó að álit hans sé ein­göngu ráðgef­andi, er sjald­an vikið frá því.

Mót­mæl­in sem urðu í ág­úst 2013 áttu sér stað mánuði eft­ir að Morsi var steypt af stóli og kostuðu hundruð mót­mæl­enda og tugi ör­ygg­is­lög­reglu­manna lífið.

Mánuði eft­ir átök­in var farið í aðgerðir gegn stuðnings­mönn­um for­set­ans og gegn Mús­límska bræðralag­inu, sem Mos­hi til­heyrði, og sem egypsk stjórn­völd lýstu síðar yfir að væru „hryðju­verka­sam­tök“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert