Sýknaður 18 árum eftir árásina

Frá Düsseldorf í Þýskalandi.
Frá Düsseldorf í Þýskalandi. AFP

Þýskur dómstóll hefur sýknað meintan nýnasista vegna sprengjuárásar sem var framin fyrir átján árum.

Árásinni var beint að farandfólki frá Austur-Evrópu, þar á meðal sex gyðingum frá Sovétríkjunum fyrrverandi sem voru staddir á lestarstöð.

Ralf Spies var sýknaður af 12 ákæruliðum fyrir morðtilraun og fyrir að standa á bak við sprenginguna, sem varð í borginni Düsseldorf 27. júlí árið 2000.

Ein kona missti fóstur í sprengingunni.

Árásin vakti mikla athygli í Þýskalandi og var fordæmd víða um heim.

Spies var góðkunningi lögreglunnar á þessum tíma sem öfgamaður og rak verslun skammt frá árásarstaðnum þar sem vörur tengdar hernaði voru til sölu.

Spies var yfirheyrður af lögreglunni á sínum tíma en ekki fundust næg sönnunargögn til að ákæra hann. Rannsókn málsins hófst aftur árið 2011 eftir að hópur nýnasista myrti tíu manns með skömmu millibili. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert