Átján Palestínumenn særðust

Reykur stígur upp í loftið eftir árásina sem varð gerð …
Reykur stígur upp í loftið eftir árásina sem varð gerð í dag. AFP

Að minnsta kosti átján Palestínumenn særðust þegar ísraelskri eldflaug var skotið á byggingu í Gaza-borg.

Að sögn Palestínumanna lenti eldflaugin á byggingu þar sem menningarmiðstöð er meðal annars til húsa.

Árásin var gerð eftir að eldflaug var skotið af Gaza-svæðinu á opið svæði í Ísrael, skammt frá borginni Beershebe, en talið var að í það minnsta fjór­ir hefðu verið flutt­ir á sjúkra­hús í Ísra­el.

Það var í fyrsta sinn frá árinu 2014 sem eldflaug nær svo langt inn á ísraelskt landsvæði, að sögn fjölmiðla þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert