Maðurinn sem stal flugvél á alþjóðaflugvellinum í Seattle í gærkvöldi braut engar reglur með því að fara inn í vélina.
„Hann hafði lögmætan aðgang“ að flugvélinni, sagði Mike Ehl, sem er umsjónarmaður flugmála á vellinum. Hann bætti við: „Engin brot á öryggisreglum voru framin“.
Maðurinn var 29 flugvallarstarfsmaður, kallaður Rich eða Richard. Hann var heimamaður og var einn á ferð. Fullt nafn hans hefur ekki verið birt opinberlega. Hann starfaði ekki sem flugvirki eins og áður hafði verið talið.
Maðurinn lést þegar flugvélin með hann einan um borð brotlenti en fram að því hafði hann leikið sér að því að fljúga vélinni í hringi og yfir vatni.
Ekki er talið að maðurinn hafi ætlað að fremja hryðjuverk.
„Flestir hryðjuverkamenn fara ekki í hringi yfir vatninu,“ sagði lögreglustjórinn Paul Pastor. „Hugsanlega hefur þetta verið skemmtiferð sem klikkaði illilega.“
Ed Troyer, sem starfar einnig hjá lögreglunni, sagði manninn hafa verið í sjálfsvígshugleiðingum.