Erdogan: Sniðgöngum bandarískar vörur

Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, segir Tyrki munu sniðganga bandarískar rafvörur.
Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, segir Tyrki munu sniðganga bandarískar rafvörur. AFP

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki munu sniðganga bandarískar rafvörur til að bregðast við refsiaðgerðum bandarískra stjórnvalda.

Don­ald Trump til­kynnti fyr­ir helgi að toll­ar á tyrk­neskt stál og ál yrðu tvö­faldaðir. Lír­an hrundi um 20% gagn­vart Banda­ríkja­dal þann dag og hélt áfram að falla í gær. 

Ástæða tolla­hækk­un­ar­inn­ar er ágrein­ing­ur milli banda­rískra stjórn­valda og tyrk­neskra, en Banda­ríkja­menn hafa ít­rekað kraf­ist þess að Banda­ríkja­mann­in­um Andrew Brun­son verði sleppt úr haldi Tyrkja en Tyrk­ir saka hann um tengsl við Fet­hullah Gulen og vald­aránstilraun­ina sem var gerð í Tyrklandi 2016. Þá vilja Tyrk­ir fá Gulen fram­seld­an frá Banda­ríkj­un­um sem Banda­ríkja­stjórn ætl­ar ekki að verða við.

„Við munum sniðganga rafvörur frá Bandaríkjunum,“ sagði Erdogan í sjónvarpsávarpi. „Ef Bandaríkin eru með iPhone, þá er Samsung hinum megin,“ bætti forsetinn við og vísað þar til farsíma fyrirtækjanna tveggja. „Svo erum við líka með Venus og Vestel,“ sagði Erdogan, en báðar tegundir eru tyrkneskar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert