Fengu sprengjuna frá Bandaríkjunum

Jemenskt barn borið á sjúkrahús eftir árásina 9. ágúst.
Jemenskt barn borið á sjúkrahús eftir árásina 9. ágúst. AFP

Sprengj­una, sem varð fjöru­tíu börn­um að bana í árás hernaðarbanda­lags und­ir for­ystu Sádi-Ar­ab­íu á markað í Jemen í síðustu viku, fengu sádi­ar­ab­ísk stjórn­völd keypta með samn­ingi við ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna.

Ein­kenn­is­núm­er á þeim sprengju­brot­um sem fund­ist hafa benda til þess að um hafi verið að ræða leysi­geisl­a­stýrða sprengju af gerðinni MK-82, sem búin er til af banda­ríska her­gagna­fram­leiðand­an­um Lockheed Mart­in. Frá þessu grein­ir banda­ríski fjöl­miðill­inn CNN.

Trump tók bannið úr gildi

Barack Obama, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, lagði bann við sölu slíkra vopna til Sádi-Ar­ab­íu eft­ir að svipuð sprengja var notuð í árás í októ­ber 2016, sem varð 140 manns að bana í höfuðborg upp­reisn­ar­manna, Sanaa.

Don­ald Trump, nú­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, tók bannið hins veg­ar úr gildi eft­ir að hann tók við embætti í janú­ar 2017.

Að minnsta kosti ell­efu til viðbót­ar lét­ust í árás­inni sem gerð var á fimmtu­dag­inn í síðustu viku. Þá eru fimm­tíu og sex börn á meðal þeirra 79 sem særðir eru eft­ir árás­ina.

Nærri tíu þúsund manns látið lífið

Hernaðarbanda­lagið hef­ur lofað að at­vikið verði rann­sakað til hlít­ar en sér­fræðing­ar og hjálp­ar­sam­tök hafa þegar lýst yfir vafa sín­um um að banda­lagið sé til­búið að svara kröf­um alþjóðasam­fé­lags­ins um gegn­sæi og ábyrgð.

Vitað er að nærri tíu þúsund manns hafa lát­ist í átök­um í Jemen eft­ir að hernaðarbanda­lagið réðst inn í landið í mars árið 2015. Hafa for­svars­menn þess beðist af­sök­un­ar á nokkr­um mis­tök­um, en eng­inn hef­ur enn verið lát­inn svara fyr­ir mann­fall úr röðum al­mennra borg­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert