Sprettharður fréttamaður vekur athygli

Mynd af mögnuðum spretti Cassie Seymon.
Mynd af mögnuðum spretti Cassie Seymon. Skjáskot/Twitter

Það var skammt stórra högga á milli í Bandaríkjunum í gær. Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donald Trump Bandaríkjaforseta játaði að hafa svikið undan skatti og brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu.

Þá var fyrr­verandi kosn­inga­stjóri forsetans, Paul Mana­fort, sak­felld­ur fyrir skatt- og fjár­svik. En það var fréttamaður í bláum kjól og sandölum sem stal athygli margra fyrir glæsilegan sprett á leið sinni úr réttarsalnum.

Í meðfylgjandi myndskeiði sem birtist á vef BBC má sjá fjölda blaða- og fréttamanna flýta sér úr réttarsalnum þar sem dómur í máli Manafort var kveðinn upp. Notkun farsíma var bönnuð í réttarsalnum og þurftu fréttamenn því að bregðast hratt við til að koma niðurstöðu kviðdómsins til almennings.

 Hefur eignast fjölda aðdáenda

Þrátt fyrir að vera ekki sú fyrsta úr réttarsalnum vakti Cassandra Seymon, starfsnemi hjá NBC News, mikla lukku netverja fyrir vasklega framgöngu. Myndskeið náðist af henni þar sem hún tók á rás þvert yfir svæðið þar sem fjölmiðlamenn höfðu komið sér fyrir og síðan hefur myndskeiðið verið skoðað um 750 þúsund sinnum.

Cassandra tísti í kjölfarið: „Já, þetta er ég, fréttamaðurinn í bláa kjólnum,“ og hefur sú færsla, eins og sprettur hennar, vakið mikla lukku.

Eftir atvikið hefur hún eignast fjöldann allan af aðdáendum eins og sjá má í meðfylgjandi færslum undir myllumerkinu #GoBlueDressGo.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert