Láta ekki undan pólitískum þrýstingi

Sessions segist stoltur af þeirri vinnu sem unnin hefur verið …
Sessions segist stoltur af þeirri vinnu sem unnin hefur verið í dómsmálaráðuneytinu. AFP

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, brást í dag við ummælum Donald Trump, forseta landsins, og sagði að pólitískur þrýstingur myndi ekki hafa áhrif á aðgerðir og vinnu dómsmálaráðuneytisins. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Á meðan ég er dómsmálaráðherra verða munu pólitísk sjónarmið ekki hafa óeðlileg áhrif á aðgerðir dómsmálaráðuneytisins. Ég geri mjög miklar kröfur og set háa staðla, þar sem þeim er ekki mætt, þar gríp ég til aðgerða,“ sagði Sessions í frekar stuttorðri yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Tilefni yfirlýsingarinnar eru viðbrögð Trump við því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri forsetans, var sakfelldur fyrir skattsvik, bankasvik og fyrir að hafa ekki greint frá innistæðum hjá erlendum bönkum. Um var að ræða fyrsta dómsmálið í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa á bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Trump hefur fordæmt málið og sakað Sessions um yfirsjón.

AFP

Það sama á við rannsókn á mögulegum skattsvikum Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingi Trump, en hann játaði á sig umfangsmikil fjár- og skattsvik fyrir dómi í vikunni. Sagðist hann jafnframt hafa greitt tveimur konum, að beiðni Trump, til að tryggja að þær myndu ekki tala um samband sitt við forsetann. Trump var því eðlilega ekki hrifinn af rannsókninni á Cohen.

Trump sagði í viðtali á sjónvarpstöðunni Fox fyrr í dag að Sessions hefði aldrei getað stjórnað dómsmálaráðuneytinu almennilega.

Sessions minntist ekkert á dómsmálin tvö í yfirlýsingu sinni í dag, en sagði að enginn þjóð byggi yfir jafn öflum hópi löglærðra einstaklinga, rannsóknarmanna og saksóknara. Hann væri stoltur af þeirri vinnu sem hefði verið unnin í þeim tilgangi að framfylgja lögum í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert