John McCain látinn

John McCain lést á heimili sínu í Arizona. Hann hafði …
John McCain lést á heimili sínu í Arizona. Hann hafði verið þingmaður í 35 ár. AFP

John McCain, öld­unga­deild­arþingmaður og fyrr­ver­andi for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins, er lát­inn, hann var 81 árs. Hann hafði und­an­farið bar­ist við heila­æxli og var í vik­unni greint frá því að hann væri hætt­ur í krabba­meinsmeðferð og að horf­urn­ar væru ekki góðar.

New York Times hef­ur eft­ir til­kynn­ingu frá skrif­stofu McCain að hann hafi dáið á fimmta tím­an­um í dag að staðar­tíma á heim­ili sínu í Arizona-ríki.

McCain sat sem þingmaður bæði í öld­unga­deild­inni og full­trúa­deild­inni í 35 ár og var áhrifamaður í Re­públi­kana­flokkn­um. Faðir hans og afi voru báðir hátt­sett­ir yf­ir­menn í banda­ríska hern­um og hélt McCain í flug­her­inn. Hann var tek­inn hönd­um í Víet­nam­stríðinu, en á þeim tíma var faðir hans yf­ir­maður herafla Banda­ríkj­anna á Kyrra­hafi. Varð McCain þekkt­asti stríðsfangi stríðsins og var pyntaður og notaður í áróður.

Hann kom heim sem þjóðhetja og var tal­inn vera tákn­mynd hug­rekk­is þrátt fyr­ir að vera brot­inn á lík­ama og sál eft­ir dvöl­ina sem stríðsfangi.

Hann hélt í póli­tík­ina síðar og var kos­inn á þing í full­trúa­deild­ina árið 1983 þar sem hann sat tvö tíma­bil. Síðar var hann kos­inn sex sinn­um í öld­unga­deild­ina.

McCain bauð sig fram sem for­seta­efni Re­públi­kana­flokks­ins árið 2000 en tapaði á móti Geor­ge W. Bush sem síðar sett­ist í stól for­seta. Árið 2008 sótt­ist McCain svo aft­ur eft­ir að verða for­seta­efni flokks­ins og hlaut braut­ar­gengi. Hann tapaði hins veg­ar gegn Barack Obama.

McCain hef­ur verið einn valda­mesti þingmaður Re­públi­kana­flokks­ins til að gagn­rýna Don­ald Trump reglu­lega og sagði hann meðal ann­ars vera óhæf­an til að stýra Hvíta hús­inu. Trump svaraði McCain til í eitt skipti og sagði að McCain væri aðeins stríðshetja af því að hann var í haldi. Sagði Trump að hann væri frek­ar fyr­ir fólk sem hefði ekki verið í haldi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert