Auka þurfi varnir ESB

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði sendiherra Frakklands í forsetahöllinni í …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði sendiherra Frakklands í forsetahöllinni í París í dag. AFP

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, ætl­ar að leggja það til við Evr­ópu­sam­bandið að auka varn­ir ríkja sam­bands­ins. Tíma­bært sé að ESB hætti að reiða sig á mátt Banda­ríkj­anna á ör­ygg­is- og varn­ar­sviðinu.

„Evr­ópa get­ur ekki leng­ur reitt sig á Banda­rík­in þegar kem­ur að ör­ygg­is­mál­um. Það er í okk­ar hönd­um að tryggja ör­yggi Evr­ópu,“ sagði Macron meðal ann­ars í ræðu sem hann flutti í Frakklandi í dag. 

Macron kynnti helstu áhersl­ur sín­ar í dag og þar hvet­ur hann til nán­ara sam­starfs meðal ríkja ESB sem sé besta vörn­in gegn auk­inni þjóðern­is­hyggju. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert