Unglingur myrti heimilislausan mann

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP

Heimilislaus Rúmeni sem hefur dvalið nokkur ár í Svíþjóð var myrtur fyrr í mánuðinum. Unglingspiltur var handtekinn á mánudag í tengslum við morðið.

Maðurinn var 48 ára gamall og var kallaður Gica af vinum sínum en rétt nafn hans er Gheorge Hortolomei-Lupu. Lík Gica fannst í Huskvarna-garðinum í Jönköping 8. ágúst en hann bjó í garðinum.

Myndskeið þar sem unglingar sjást ganga í skrokk á Gica og veitast að honum hefur farið víða á samfélagsmiðlum og lögreglan handtók síðan einn þeirra og yfirheyrði tvo aðra í tengslum við morðið í vikunni. Drengirnir eru yngri en fimmtán ára og samkvæmt sænskum fjölmiðlum er einn þeirra aðeins 13 ára gamall. Sá sem er í haldi lögreglu er grunaður um að hafa barið Gica til óbóta á meðan hinir veittust að honum.

Fólk sem starfar á vegum kirkjunnar og hjálparsamtaka á þessu svæði er miður sín yfir morðinu enda Gica vel liðinn og gerði ekki flugu mein. Heilsu Gica hafði hrakað að undanförnu, hann lést mikið og átti orðið erfitt með hreyfingar.

Gica kom til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið á vergangi í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins. Hann fór frá heimalandinu í kjölfar þess að hann missti vinnuna og fljótlega eftir það skildu hann og kona hans. Hann starfaði við ávaxtatínslu, safnaði flöskum og eins betlaði hann til þess að hafa ofan í sig og á.

<div></div><div><strong><a href="https://www.aftonbladet.se/tv/a/263768" target="_blank">Frétt Aftenposten</a></strong></div> <a href="http://news.cision.com/se/aklagarmyndigheten/r/en-person-anhallen-misstankt-for-mord-i-huskvarna,c2601681" target="_blank"><strong>Tilkynning lögreglunnar</strong></a> <a href="https://sverigesradio.se/sida/artikel.aspx?programid=91&amp;artikel=7029814" target="_blank"><strong>Fréttir Svergies Radio</strong></a>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert