„Langflottasti gyðingurinn í sturtuklefanum“

Svíþjóðardemókratar eru einn stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar.
Svíþjóðardemókratar eru einn stærsti stjórnmálaflokkur Svíþjóðar. Wikipedia/Frankie Fouganthin

Svíþjóðardemó­krat­ar (SD) hafa beðið tvo sveit­ar­stjórn­ar­menn að yf­ir­gefa flokk­inn eft­ir að upp­lýst var um að þeir hafi lýst stuðningi við nas­isma á net­inu og keypt hluti á net­inu af sam­tök­um ras­ista, Nordic Res­ist­ance Mo­vement.

Ann­ar þeirra, Per Ols­son, var í fram­boði í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í Smá­lönd­um. Upp­lýst var um að hann hefði verið að kaupa muni í net­versl­un Nordic Res­ist­ance Mo­vement auk þess að birta mynd af Ad­olf Hitler á Face­book þar sem hann vott­ar leiðtoga nas­ista virðingu sína.

Ols­son hef­ur einnig birt færsl­ur á Face­book þar sem seg­ir ar­aba vera nauðgara og barn­aníðinga og mynd af Önnu Frank þar sem hann seg­ir að hún hafi verið lang­flott­asti gyðing­ur­inn í sturtu­klef­an­um.

Talsmaður SD, Michael Erlands­son, seg­ir að Ols­son hafi verið gert að segja sig úr flokkn­um. „Þú get­ur ekki verið fram­bjóðandi Svíþjóðardemó­krata ef þú hef­ur þess­ar skoðanir og deil­ir slíku efni,“ seg­ir Erlands­son í viðtali við Östra Små­land.

Hinn stjórn­mála­maður­inn, Mika­el Bitén, var í fram­boði í Jämt­land. Í ljós kom að hann keypt tónlist tengda áróðri hvítra þjóðern­is­sinna og rasísk merki á net­inu.

Upp­lýs­ing­arn­ar um menn­ina komu fram í frétt Dagens ETC en þar kem­ur fram að 11 fram­bjóðend­ur SD tengj­ast viðskipt­um með muni tengda nas­ist­um og ras­isma. Fyrr í vik­unni var greint frá því að nokkr­ir fyrr­ver­andi fé­lag­ar Nas­ista­flokks Svíþjóðar (Nati­onalsocialistisk front – NSF) eru í fram­boði fyr­ir SD.

Í frétt sem Bogi Þór Ara­son skrifaði í Morg­un­blaðið fyr­ir viku kem­ur fram að lík­lega verði mjög erfitt að mynda rík­is­stjórn í Svíþjóð eft­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar vegna fylgisaukn­ing­ar tveggja flokka, Vinstri­flokks­ins og Svíþjóðardemó­krat­anna, sem þykja ekki vera lík­leg­ir til stjórn­ar­sam­starfs við aðra flokka.

Sam­kvæmt ný­legri könn­un rann­sókna­fyr­ir­tæk­is­ins In­izio fyr­ir dag­blaðið Aft­on­bla­det er fylgi Svíþjóðardemó­krat­anna 18,8%, sex pró­sentu­stig­um meira en í síðustu þing­kosn­ing­um fyr­ir fjór­um árum þegar flokk­ur­inn fékk 49 þing­menn af 349. Kann­an­ir í júní og júlí bentu til þess að Svíþjóðardemó­krat­ar fengju um 21% fylgi og yrðu næst­stærsti flokk­ur lands­ins, á eft­ir Sósí­al­demó­kröt­um, sem hafa mælst með 23-26% fylgi í sum­ar. Svíþjóðardemó­krat­ar hafa tvö­faldað fylgi sitt í öll­um þing­kosn­ing­um frá ár­inu 2002 en nýj­asta könn­un­in bend­ir til þess að hann verði tals­vert frá því að end­ur­taka það í kosn­ing­un­um sem fara fram sunnu­dag­inn 9. sept­em­ber.

Al­ger­lega ný staða

Hinir stjórn­mála­flokk­arn­ir í Svíþjóð hafa ekki léð máls á stjórn­ar­sam­starfi við Svíþjóðardemó­krat­ana vegna stefnu þeirra í inn­flytj­enda­mál­um og ásak­ana um að þeir ali á kynþátta­h­atri. Flokk­ur­inn á ræt­ur að rekja til hreyf­inga sem voru bendlaðar við nýnas­isma. Á meðal stofn­enda hans var Gustaf Ekström sem gekk í flokk sænskra nas­ista 1932 og síðan í Waf­fen-SS-her­sveit­ir þýskra nas­ista í síðari heims­styrj­öld­inni. Flokk­ur­inn hef­ur reynt að þvo af sér nas­ist­astimp­il­inn und­ir for­ystu Jimmy Åkes­son sem varð leiðtogi hans árið 2005.

Sam­kvæmt könn­un In­izio er fylgi Vinstri­flokks­ins nú 8,7%, þrem­ur pró­sentu­stig­um meira en í kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum. Verði þetta niðurstaðan verður það mesta fylgi flokks­ins í tutt­ugu ár, eða frá kosn­ing­un­um árið 1998 þegar hann fékk 12% at­kvæðanna.

Flokk­ur­inn á ræt­ur að rekja til Komm­ún­ista­flokks Svíþjóðar sem var stofnaður árið 1921. Hann var nefnd­ur Vinstri­flokk­ur­inn – komm­ún­ist­arn­ir árið 1967 en tók upp nú­ver­andi nafn árið 1990. Hann hef­ur aldrei átt aðild að rík­is­stjórn en stutt stjórn­ir Sósí­al­demó­krata og Um­hverf­is­flokks­ins frá ár­inu 1998, m.a. minni­hluta­stjórn þeirra sem er nú við völd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert