Gengið með og á móti innflytjendum

AFP

Þúsundir gengu með og á móti innflytjendastefnu þýskra stjórnvalda í borginni Chemnitz í austurhluta landsins. Ítrekað hefur komið til átaka á milli þessara hópa undanfarna daga í borginni eftir að Þjóðverji var stunginn þar til bana um síðustu helgi.

Hluti mótmælenda í dag bar spjöld með myndum af fórnarlömbum árása sem þeir segja að hælisleitendur hafi framið á meðan aðrir báru spjöld þar sem á stóð: Chemnitz er hvorki grá né brún. Hjarta frekar en hatur.

AFP

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu vegna mótmælanna og komu lögreglumenn víða að til þess að aðstoða starfsbræður sína í Chemnitz. Fyrr í vikunni kom til átaka á milli lögreglu og þúsunda öfgamanna, svo sem nýnasista og fótboltabullna. 

Rekja má mótmælin til þess að aðfaranótt sunnudags var 35 ára smiður stunginn til bana og voru Íraki og Sýrlendingur handteknir grunaðir um verknaðinn. Eftir handtökuna gekk æstur múgur um götur borgarinnar og réðst á þá sem þeir töldu vera útlendinga. Má þar nefna Afgana, Búlgara og Sýrlending.

Talið er að 2.500 hafi gengið til stuðnings innflytjendastefnu Angelu Merkel kanslara í borginni í dag, samkvæmt talningu lögreglu.

Stjórnmálamenn í AfD flokknum tóku þátt í göngunni í dag.
Stjórnmálamenn í AfD flokknum tóku þátt í göngunni í dag. AFP

Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, skrifaði á Twitter í dag að seinni heimsstyrjöldin hefði hafist fyrir 79 árum. Þjóðverjar ollu ólýsanlegum þjáningum í Evrópu. Ef enn einu sinni gangi fólk um götur í dag og hylli nasista þá neyðir sagan okkur til þess að endurhugsa lýðræðið.

„Við munum ekki láta hægrisinnaða öfgamenn eyðileggja land okkar og lýðræði okkar. Ekki í Chemnitz, ekki í Saxlandi eða nokkurs staðar í Þýskalandi. Stjórnarskrá okkar verður að hafa betur. Við verðum að verja hana. Núna!“ skrifar síðan leiðtogi Græningja Cem Ozdemir, á Twitter og birtir mynd af sér í mótmælunum.

AFP

En mun fleiri, eða sex þúsund manns, tóku þátt í annarri göngu í borginni. Meðal þeirra sem skipulögðu þá göngu voru þjóðernisflokkurinn AfD sem er mjög á móti innflytjendum og PEGIDA-hreyfingin sem berst á móti múslímum.

AFP
)
) AFP
AFP
Félagar í hreyfingunni Pro Chemnitz en þeir mótmæla stefnu þýskra …
Félagar í hreyfingunni Pro Chemnitz en þeir mótmæla stefnu þýskra stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert