Trump ósáttur við Sessions

Trump og Sessions á samsettri mynd.
Trump og Sessions á samsettri mynd. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra landsins, um að eyðileggja fyrir möguleikum tveggja repúblikana á því að ná endurkjöri á Bandaríkjaþingi með því að höfða mál gegn þeim.

Trump skrifaði á Twitter að ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að höfða málið yrði til þess að annars öruggur sigur þeirra í kosningunum væri í hættu, að því er BBC greinir frá. 

Báðir mennirnir eru stuðningsmenn Trumps. Annar er sakaður um innherjasvik og hinn um að brjóta lög um kosningabaráttu.

Trump hefur oft deilt við Sessions vegna rannsóknar á meintum stuðningi Rússa við kosningabaráttu forsetans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert