Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra landsins, um að eyðileggja fyrir möguleikum tveggja repúblikana á því að ná endurkjöri á Bandaríkjaþingi með því að höfða mál gegn þeim.
Trump skrifaði á Twitter að ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að höfða málið yrði til þess að annars öruggur sigur þeirra í kosningunum væri í hættu, að því er BBC greinir frá.
Two long running, Obama era, investigations of two very popular Republican Congressmen were brought to a well publicized charge, just ahead of the Mid-Terms, by the Jeff Sessions Justice Department. Two easy wins now in doubt because there is not enough time. Good job Jeff......
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 3, 2018
Báðir mennirnir eru stuðningsmenn Trumps. Annar er sakaður um innherjasvik og hinn um að brjóta lög um kosningabaráttu.
Trump hefur oft deilt við Sessions vegna rannsóknar á meintum stuðningi Rússa við kosningabaráttu forsetans.